Fyrirtæki De Niro gert að greiða aðstoðarmanni hans 170 milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 23:59 De Niro fyrir utan dómssal í gær. AP Canal Productions, fyrirtæki Roberts De Niro, var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi aðstoðarkonu hans 170 milljónir króna í skaðabætur fyrir illa meðferð og kynjamismunun. Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira