Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2023 21:48 Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ívar Fannar Arnarsson Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá landfestar leystar eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. Baldur var að leggja upp í reynslusiglingu út á Faxaflóa, væntanlega þá síðustu áður en nýja Breiðafjarðarferjan verður tekin í notkun. Stefni Baldurs að lokast áður en lagt er frá bryggju í Hafnarfirði síðdegis.Ívar Fannar Arnarsson Til stóð að það yrði í lok októbermánaðar en Vegagerðin segir vætutíð hafa seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Meðal breytinga var að komið var upp þilfarskrana og geymslusvæði á þilfari til að auðvelda vöruflutninga út í Flatey. Skipstjórinn Matthías Arnar Þorgrímsson sigldi með skipinu frá Noregi, þaðan sem það var keypt notað. „Við fyrstu prófanir þá reynist það mjög vel. Mjög gott að stjórna því og það lætur vel og fer vel með farþega,“ segir Matthías. Skipið, sem áður hét Röst, var smíðað í Noregi árið 1991. Það er 66 metrar á lengd og 13,4 metrar á breidd. Fyrri ferja hafði aðeins eina aðalvél en þessi er búin tveimur, sem stóreykur öryggi. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Farþegasalurinn er stór og bjartur en skipið tekur um 250 farþega. Því er spáð að útsýnisskáli á efsta þilfari verði vinsælt rými þegar siglt er innan um eyjarnar óteljandi á Breiðafirði. „Svo er snyrtilegt og þú sérð vel út úr skipinu og skipið fer vel með þig, ég get vottað það. Þannig að ég hugsa að farþegar verði mjög ánægðir með það sem þeir sjá,“ segir skipstjórinn. Bílaþilfarið rúmar fimm flutningabíla og 42 fólksbíla, örlítið færri en gamla ferjan. „Gróflega áætlað fimm bílum færri og einum flutningabíl færri í einni ferð,“ segir Matthías. Baldur siglir úr Hafnarfirði síðdegis áleiðis út á Faxaflóa.Ívar Fannar Arnarsson Þessi ferja er þó hraðskreiðari. „Við erum að horfa kannski á allt upp í tvær mílur á klukkustund hraðari.“ Sem þýðir að siglingatími gæti styst um 20 til 25 mínútur í hverri ferð. „Miðað við fjórtán og hálfa til fimmtán mílu þá ættum við að vera um tvo tíma yfir fjörðinn,“ segir Matthías. Stefnt er að því að Baldur sigli til heimahafnar í Stykkishólmi öðru hvoru megin við helgina og hefji svo áætlunarsiglingar á Breiðafirði í næstu viku. Vegagerðin hefur samið við Sæferðir, dótturfélag Eimskips, um rekstur Breiðafjarðarferjunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferjan Baldur Skipaflutningar Samgöngur Stykkishólmur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tengdar fréttir Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá landfestar leystar eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. Baldur var að leggja upp í reynslusiglingu út á Faxaflóa, væntanlega þá síðustu áður en nýja Breiðafjarðarferjan verður tekin í notkun. Stefni Baldurs að lokast áður en lagt er frá bryggju í Hafnarfirði síðdegis.Ívar Fannar Arnarsson Til stóð að það yrði í lok októbermánaðar en Vegagerðin segir vætutíð hafa seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Meðal breytinga var að komið var upp þilfarskrana og geymslusvæði á þilfari til að auðvelda vöruflutninga út í Flatey. Skipstjórinn Matthías Arnar Þorgrímsson sigldi með skipinu frá Noregi, þaðan sem það var keypt notað. „Við fyrstu prófanir þá reynist það mjög vel. Mjög gott að stjórna því og það lætur vel og fer vel með farþega,“ segir Matthías. Skipið, sem áður hét Röst, var smíðað í Noregi árið 1991. Það er 66 metrar á lengd og 13,4 metrar á breidd. Fyrri ferja hafði aðeins eina aðalvél en þessi er búin tveimur, sem stóreykur öryggi. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Farþegasalurinn er stór og bjartur en skipið tekur um 250 farþega. Því er spáð að útsýnisskáli á efsta þilfari verði vinsælt rými þegar siglt er innan um eyjarnar óteljandi á Breiðafirði. „Svo er snyrtilegt og þú sérð vel út úr skipinu og skipið fer vel með þig, ég get vottað það. Þannig að ég hugsa að farþegar verði mjög ánægðir með það sem þeir sjá,“ segir skipstjórinn. Bílaþilfarið rúmar fimm flutningabíla og 42 fólksbíla, örlítið færri en gamla ferjan. „Gróflega áætlað fimm bílum færri og einum flutningabíl færri í einni ferð,“ segir Matthías. Baldur siglir úr Hafnarfirði síðdegis áleiðis út á Faxaflóa.Ívar Fannar Arnarsson Þessi ferja er þó hraðskreiðari. „Við erum að horfa kannski á allt upp í tvær mílur á klukkustund hraðari.“ Sem þýðir að siglingatími gæti styst um 20 til 25 mínútur í hverri ferð. „Miðað við fjórtán og hálfa til fimmtán mílu þá ættum við að vera um tvo tíma yfir fjörðinn,“ segir Matthías. Stefnt er að því að Baldur sigli til heimahafnar í Stykkishólmi öðru hvoru megin við helgina og hefji svo áætlunarsiglingar á Breiðafirði í næstu viku. Vegagerðin hefur samið við Sæferðir, dótturfélag Eimskips, um rekstur Breiðafjarðarferjunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferjan Baldur Skipaflutningar Samgöngur Stykkishólmur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tengdar fréttir Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15
Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32