Kristian var í byrjunarliði Ajax í kvöld og lék tæpan klukkutíma fyrir heimamenn, en það voru gestirnir sem tóku forystuna strax á 15. mínútu þegar Ansu Fati kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Simon Adingra.
Dæmið snerist svo við í síðari hálfleik þegar Adingra lagði upp fyrir Andu Fati á 53. mínútu og þar við sat.
Niðurstaðan 2-0 sigur Brighton sem nú trónir á toppi B-riðils með sjö stig eftir fjóra leiki, tveimur stigum meira en Marseille sem á leik til góða. Kristian og félagar í Ajax sitja hins vegar á botninum með aðeins tvö stig og eru í vondum málum.
FT: Albion seal their first ever victory away from home in Europe! 🌍
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 9, 2023
[0-2] 📲 https://t.co/S3j1TIedJv // #BHAFC 🟢⚫ pic.twitter.com/ot1671cyBK
Þá vann Slavia Prag góðan 2-0 heimasigur gegn Roma í G-riðli þar sem þeir Vaclav Jurecka og Lukas Masopust sáu um markaskorun heimamanna í síðari hálfleik.
Slavia Prague situr nú á toppi riðilsins með níu stig, líkt og Roma en með betri markatölu. Sigurinn þýðir einnig að bæði Slavia Prague og Roma hafa nú tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar á kostnað Servette og FC Sheriff.
Úrslit
B-riðill
Ajax 0-3 Brighton
E-riðill
LASK 3-0 St. Gilloise
Toulouse 3-2 Liverpool
F-riðill
Maccabi Haifa 1-2 Villareal
Rennes 3-1 Panathinaikos
G-riðill
Servette 2-1 FC Sheriff
Slavia Prague 2-0 Roma
H-riðill
Qarabag 0-1 Bayer Leverkusen