Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:33 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir að enn sem komið er séu engin merki um að kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni. Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30