Pabbi þinn vinnur ekki hér! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 10:30 Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Vinnustaðurinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun