Veður

Líkur á á­fram­haldandi mold­roki suð­vestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til sex stig yfir daginn og hlýjast syðst.
Hiti verður á bilinu núll til sex stig yfir daginn og hlýjast syðst. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi norðaustanátt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu í morgunsárið en fimm til þrettán metrum á sekúndu í kvöld. Búast má við dálítilli rigningu eða slydda á norðan- og austanverðu landinu en annars bjart að mestu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að líkur verði á moldroki suðvestanlands eins og það hafi verið undanfarið. Hiti verður á bilinu núll til sex stig yfir daginn og hlýjast syðst.

„Á morgun verður suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Dálítil væta öðru hverju í flestum landshlutum en styttir upp um austanvert landið. Hiti um eða undir frostmarki en 0 til 4 stig vestan- og suðvestantil.

Á laugardag verður austlæg átt. Úrkomulítið en rigning eða slydda með köflum í fyrstu á Vestfjörðum. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag er útlit fyrir vaxandi austanátt. Dálítil rigning eða slydda sunnantil en annars þurrt að kalla. Hiti um eða undir frostmarki en 0 til 5 stig sunnan- og suðvestantil,“ segir í tilkynningunni.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, og stöku skúrir eða él, einkum suðvestantil. Hiti 0 til 5 stig suðvestantil, en annars hiti um frostmark.

Á laugardag: Snýst í austlæga átt 5-13 m/s, hvassast sunnantil. Dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag: Austanátt 8-15 og lítilsháttar úrkoma sunnantil á landinu og hiti 0 til 5 stig. Annars hægari, þurrt að kalla og hiti um frostmark.

Á þriðjudag: Ákveðin austanátt og rigning eða slydda með köflum, einkum suðaustantil, en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnantil.

Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt. Sumstaðar rigning en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×