Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2023 15:11 Sigríður Dögg telur Dóru Björt hafa farið yfir strikið þegar hún taldi sérkennilegt að þeir miðlar sem töluðu ófaglega um borgarmálin fengju styrki. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. „Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins. Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
„Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira