Viðurkenndi að hafa átt hnefahögg skilið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. nóvember 2023 07:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið. Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira