Upplýsingafundur um jarðhræringarnar í Hljómahöll í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:40 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bindur vonir við að íbúar öðlist meiri öryggiskennd eftir upplýsingafund um jarðhræringarnar. Í hinu sögufræga félagsheimili Stapa, stærsta sal Hljómahallar, verður haldinn upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík. Fundurinn hefst klukkan átta en einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á fréttavef okkar Vísi og í sjónvarpinu á stöð 2 Vísi. Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00
Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12
„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36