Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 12:01 Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum. AP/Fareed Khan Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. Í gær var mánuður liðinn frá því árásarsveit innan Hamas samtakanna gerði árás á óbreytta borgara í Ísrael sem Ísraelsher hefur síðan svarað með látlausum loftárásum á Gazasvæðið og Gazaborg. Hundruð Ísraela féllu í árásum Hamasliða sem einnig tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu en rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela, þarf af rúmlega fjögur þúsund börn. Fjöldi hefurs særst og gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á innviðum á Gaza. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir það ekki þola bið að Alþingi ræði og taki afstöðu til átakanna á Gaza vegna þess að utanríkisstefna Íslands hafi ekki komið skýrt fram hingað til.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælir fyrir dagskrártillögu á Alþingi við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag um að málið verði nú þegar tekið til umræðu. En Píratar hafa ásamt öllum þingmönnum Samfylkingarinnar og tveimur þingmönnum Vinstri grænna lagt fram þingsályktun þar sem árásir Ísraela eru fordæmdar og tafarlaus vopnahlés krafist. „Okkur finnst mikilvægt að kalla eftir afstöðu þingsins til þess hvort ekki þurfi að ræða þetta mikilvæga mál eins fljótt og unnt er. Það er kannski aðalatriðið. Það er liðinn mánuður frá því að þessi átök brutust út og enn hefur þingið í raun ekkert aðhafst í því. Varðandi sína afstöðu eða gagnvart ríkisstjórninni. Okkur finnst mikilvægt að afstaða þingsins gagnvart því,“ segir Þórhildur Sunna. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Það væri erfitt að segja til um hvenær málið kæmist annars á dagskrá Alþingis þar sem stjórnarandstaðan stjórnaði ekki dagskrá þess. Mögulega gæfist rými fyrir málið á morgun en engin loforð hefðu verið gefin um það að hálfu forseta Alþingis. Hugur þingmanna til málsins muni hins vegar endurspeglast í atkvæðagreiðslu um dagskrártillöguna í dag. Hátt í þrjú hundruð manns mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í gær og kröfðust þess að stjórnvöld fordæmdu árásir Ísraelshers og að þau kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi.Vísir/Vilhelm „Burt séð frá því hvort okkar ályktun verður samþykkt eða mögulega einhver önnur, er mjög mikilvægt að þingið láti til sín taka í ljósi þessa fordæmalausa ástands að utanríkisstefna Íslands er ekki skýr þegar kemur að þessum átökum. Það hefur ekki komið fram skýrt ákall um vopnahlé strax sem ég held að sé það sem meirihluti þingmanna standi að baki og við vitum að forsætisráðherra styður,“ segir þingflokksformaður Pírata. Píratar væru opnir fyrr sameiginlegri tillögu ef samstaða skapaðist um það á þinginu, enda engar horfur á að ástandið færi batnandi á Gaza. „Það má ekki bíða með að koma á vopnahléi. Við getum ekki beðið eftir einhverjum rannsóknum á því hvort stríðsglæpir hafi verið framdir. Það er nú nokkuð ljóst að þeir hafa verið framdir og það er mjög mikilvægt að stöðva áframhald þeirra ekki seinna en strax,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. 8. nóvember 2023 06:43 Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. 7. nóvember 2023 22:30 Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. 7. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Í gær var mánuður liðinn frá því árásarsveit innan Hamas samtakanna gerði árás á óbreytta borgara í Ísrael sem Ísraelsher hefur síðan svarað með látlausum loftárásum á Gazasvæðið og Gazaborg. Hundruð Ísraela féllu í árásum Hamasliða sem einnig tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu en rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela, þarf af rúmlega fjögur þúsund börn. Fjöldi hefurs særst og gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á innviðum á Gaza. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir það ekki þola bið að Alþingi ræði og taki afstöðu til átakanna á Gaza vegna þess að utanríkisstefna Íslands hafi ekki komið skýrt fram hingað til.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælir fyrir dagskrártillögu á Alþingi við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag um að málið verði nú þegar tekið til umræðu. En Píratar hafa ásamt öllum þingmönnum Samfylkingarinnar og tveimur þingmönnum Vinstri grænna lagt fram þingsályktun þar sem árásir Ísraela eru fordæmdar og tafarlaus vopnahlés krafist. „Okkur finnst mikilvægt að kalla eftir afstöðu þingsins til þess hvort ekki þurfi að ræða þetta mikilvæga mál eins fljótt og unnt er. Það er kannski aðalatriðið. Það er liðinn mánuður frá því að þessi átök brutust út og enn hefur þingið í raun ekkert aðhafst í því. Varðandi sína afstöðu eða gagnvart ríkisstjórninni. Okkur finnst mikilvægt að afstaða þingsins gagnvart því,“ segir Þórhildur Sunna. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Það væri erfitt að segja til um hvenær málið kæmist annars á dagskrá Alþingis þar sem stjórnarandstaðan stjórnaði ekki dagskrá þess. Mögulega gæfist rými fyrir málið á morgun en engin loforð hefðu verið gefin um það að hálfu forseta Alþingis. Hugur þingmanna til málsins muni hins vegar endurspeglast í atkvæðagreiðslu um dagskrártillöguna í dag. Hátt í þrjú hundruð manns mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í gær og kröfðust þess að stjórnvöld fordæmdu árásir Ísraelshers og að þau kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi.Vísir/Vilhelm „Burt séð frá því hvort okkar ályktun verður samþykkt eða mögulega einhver önnur, er mjög mikilvægt að þingið láti til sín taka í ljósi þessa fordæmalausa ástands að utanríkisstefna Íslands er ekki skýr þegar kemur að þessum átökum. Það hefur ekki komið fram skýrt ákall um vopnahlé strax sem ég held að sé það sem meirihluti þingmanna standi að baki og við vitum að forsætisráðherra styður,“ segir þingflokksformaður Pírata. Píratar væru opnir fyrr sameiginlegri tillögu ef samstaða skapaðist um það á þinginu, enda engar horfur á að ástandið færi batnandi á Gaza. „Það má ekki bíða með að koma á vopnahléi. Við getum ekki beðið eftir einhverjum rannsóknum á því hvort stríðsglæpir hafi verið framdir. Það er nú nokkuð ljóst að þeir hafa verið framdir og það er mjög mikilvægt að stöðva áframhald þeirra ekki seinna en strax,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. 8. nóvember 2023 06:43 Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. 7. nóvember 2023 22:30 Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. 7. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58
Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. 8. nóvember 2023 06:43
Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. 7. nóvember 2023 22:30
Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. 7. nóvember 2023 19:26