Vanskil eru að aukast – en ekki mikið ennþá Leifur Grétarsson skrifar 8. nóvember 2023 10:30 Það dylst engum að nú er þrengra um í efnahagslífinu en á sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur aukist og vextir sömuleiðis og fyrirtæki jafnt sem heimili hafa þurft að þrengja mittisólarnar. Það þýðir að forgangsröðun í útgjöldum breytist, fólk þarf að taka ákvarðanir um hvaða liðir í bókhaldinu halda sér og hvar hægt er að skera niður. Við hjá Motus höfum um nokkurra ára skeið haldið utan um upplýsingar um það sem við köllum greiðsluhraða hjá heimilum og fyrirtækjum, en með því er átt við það hve hátt hlutfall krafna eru greiddar á eindaga. Ólíkt því sem margir bjuggust við jókst greiðsluhraði umtalsvert í Covid faraldrinum og náði hæðum sem við höfðum ekki séð áður. Fólk og fyrirtæki voru með öðrum orðum að greiða fleiri kröfur á réttum tíma. Þessi aukni greiðsluhraði hefur haldist að mestu fram á þetta ár, en vísbendingar eru um að hann geti verið að gefa eftir. Greiðsluhraði hefur minnkað um 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum á þessu ári. Þetta er ekki mikil breyting í stóra samhenginu, en hún er markverð þegar við höfum í huga að þetta er í fyrsta sinn um stórt árabil sem greiðsluhraði minnkar. Alvarleg vanskil aukast hjá fyrirtækjum Það er einnig áhugavert að skoða tölur um alvarleg vanskil, þ.e. hlutfall krafna sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Árið 2019 fóru að meðaltali 2,5% af öllum kröfum viðskiptavina Motus í alvarleg vanskil, en hlutfallið er núna 1,4%. Á þessum tíma hefur kröfum í alvarlegum vanskilum fækkað um 47% hjá heimilum og 34% hjá fyrirtækjum. Við tókum hins vegar eftir því í vor að alvarlegum vanskilum fyrirtækja fjölgaði í fyrsta sinn frá október 2020. Þetta er ekki mikil aukning enn sem stendur, en það er mikilvægt að fylgjast með þessari þróun. Upplýsingar um greiðsluhraða og hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum geta gefið mikilvægar upplýsingar um lausafjárstöðu íslenskra fyrirtækja og heimila og það sem meira er um vert þá verða þessar tölur nánast til í rauntíma og geta því haft ákveðið forspárgildi um framtíðina. Það er okkar von að þær geti gagnast bæði opinberum aðilum og einkageiranum í þeirra áætlanavinnu og geti jafnframt verið ákveðinn viðvörunarbjalla í samfélaginu, því ef greiðsluhraði minnkar óvænt mjög hratt, þá er það til merkis um að eitthvað sé að gerast sem bregðast þurfi við. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að nú er þrengra um í efnahagslífinu en á sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur aukist og vextir sömuleiðis og fyrirtæki jafnt sem heimili hafa þurft að þrengja mittisólarnar. Það þýðir að forgangsröðun í útgjöldum breytist, fólk þarf að taka ákvarðanir um hvaða liðir í bókhaldinu halda sér og hvar hægt er að skera niður. Við hjá Motus höfum um nokkurra ára skeið haldið utan um upplýsingar um það sem við köllum greiðsluhraða hjá heimilum og fyrirtækjum, en með því er átt við það hve hátt hlutfall krafna eru greiddar á eindaga. Ólíkt því sem margir bjuggust við jókst greiðsluhraði umtalsvert í Covid faraldrinum og náði hæðum sem við höfðum ekki séð áður. Fólk og fyrirtæki voru með öðrum orðum að greiða fleiri kröfur á réttum tíma. Þessi aukni greiðsluhraði hefur haldist að mestu fram á þetta ár, en vísbendingar eru um að hann geti verið að gefa eftir. Greiðsluhraði hefur minnkað um 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum á þessu ári. Þetta er ekki mikil breyting í stóra samhenginu, en hún er markverð þegar við höfum í huga að þetta er í fyrsta sinn um stórt árabil sem greiðsluhraði minnkar. Alvarleg vanskil aukast hjá fyrirtækjum Það er einnig áhugavert að skoða tölur um alvarleg vanskil, þ.e. hlutfall krafna sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Árið 2019 fóru að meðaltali 2,5% af öllum kröfum viðskiptavina Motus í alvarleg vanskil, en hlutfallið er núna 1,4%. Á þessum tíma hefur kröfum í alvarlegum vanskilum fækkað um 47% hjá heimilum og 34% hjá fyrirtækjum. Við tókum hins vegar eftir því í vor að alvarlegum vanskilum fyrirtækja fjölgaði í fyrsta sinn frá október 2020. Þetta er ekki mikil aukning enn sem stendur, en það er mikilvægt að fylgjast með þessari þróun. Upplýsingar um greiðsluhraða og hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum geta gefið mikilvægar upplýsingar um lausafjárstöðu íslenskra fyrirtækja og heimila og það sem meira er um vert þá verða þessar tölur nánast til í rauntíma og geta því haft ákveðið forspárgildi um framtíðina. Það er okkar von að þær geti gagnast bæði opinberum aðilum og einkageiranum í þeirra áætlanavinnu og geti jafnframt verið ákveðinn viðvörunarbjalla í samfélaginu, því ef greiðsluhraði minnkar óvænt mjög hratt, þá er það til merkis um að eitthvað sé að gerast sem bregðast þurfi við. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun