Innlent

Fjöru­tíu skjálftar í nótt á Reykja­nesinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftavirknin hefu verið mikil á svæðinu undanfarna daga en í nótt var hún í minna lagi. 
Skjálftavirknin hefu verið mikil á svæðinu undanfarna daga en í nótt var hún í minna lagi.  Getty

Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn.

Alls sjást fjörutíu skjálftar á Jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar á Reykjanesskaganum og af þeim eru aðeins fjórir yfir tveimur stigum að stærð. Þrír þeirra voru 2,9 stig og einn fór í 3,4 stig. Sá átti upptök sín tæpa tvo kílómetra norð-norðvestur af Grindavík. Hann reið yfir um klukkan hálfeitt í nótt og var á 5,2 kílómetra dýpi.


Tengdar fréttir

„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“

Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara.

Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum

Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×