Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 19:45 Leikmenn Dortmund fagna síðara marki kvöldsins. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. Dortmund vann fyrri leik liðanna, í síðustu umferð, og voru því bæði lið með fjögur stig fyrir leik kvöldsins. Í kvöld voru heimamenn í Dortmund mun sterkari aðilinn og sigurinn mjög svo verðskuldaður. Niclas Füllkrug kom Dortmund yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir undirbúning Marcel Sabitzer. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks gerðu heimamenn út um leikinn. Julian Brandt skoraði þá eftir góðan undirbúning Karim Adeyemi en markið kom úr vel útfærðri skyndisókn. Purely Belta Double pic.twitter.com/4Rpji61IMA— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 7, 2023 Lokatölur í Dortmund 2-0 svo heimamenn fara upp í 1. sæti með 7 stig en PSG getur náð toppsætinu næli það í sigur í Mílanó. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. Dortmund vann fyrri leik liðanna, í síðustu umferð, og voru því bæði lið með fjögur stig fyrir leik kvöldsins. Í kvöld voru heimamenn í Dortmund mun sterkari aðilinn og sigurinn mjög svo verðskuldaður. Niclas Füllkrug kom Dortmund yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir undirbúning Marcel Sabitzer. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks gerðu heimamenn út um leikinn. Julian Brandt skoraði þá eftir góðan undirbúning Karim Adeyemi en markið kom úr vel útfærðri skyndisókn. Purely Belta Double pic.twitter.com/4Rpji61IMA— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 7, 2023 Lokatölur í Dortmund 2-0 svo heimamenn fara upp í 1. sæti með 7 stig en PSG getur náð toppsætinu næli það í sigur í Mílanó.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti