Konur oft ekki nægilega vel undirbúnar fyrir brjóstagjöfina Lovísa Arnardóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:00 Þórunn Pálsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hildur Ármannsdóttir og Hallfríður Kristín Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Fimm brjóstagjafaráðgjafar vilja gefa út handbók um brjóstagjöf. Þær segja misvísandi upplýsingar víða og foreldra oft ekki nægilega vel undirbúna fyrir verkefnið eftir fæðingu. Þær vilja auka tíðni brjóstagjafar og að konur séu studdar betur í það verkefni. Þær Hallfríður Kristín Jónsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hildur Ármannsdóttir og Þórunn Pálsdóttir eru allar brjóstagjafaráðgjafar. Þær vinna nú að nýrri bók um brjóstagjöf sem þær ætla að gefa sjálfar út. „Það kviknaði hugmynd og svo loks fór einhver með hana lengur. En þetta er eitthvað sem við höfum verið að hugsa um í mörg ár,“ segir Hulda Sigurlína og hinar taka undir. „Manni hefur fundist vanta hagnýtar upplýsingar fyrir alla. Sama hvort það er fyrir nýbakaða foreldra, konur sem hafa lent í erfiðleikum, heilbrigðisstarfsfólk eða ömmur og afa,“ segir Hildur og að oft séu foreldrar svo uppteknir af fæðingunni og nái ekki að undirbúa brjóstagjöfina nægilega vel. Þær segja það sem er þegar í boði á íslensku á mannamáli ekki endilega nýjustu og bestu upplýsingarnar. Afleiðingin sé sú að konur séu oft ekki nægilega vel undirbúnar fyrir brjóstagjöfina. „Þetta kemur þeim oft á óvart. Hversu erfitt verkefnið er. Við viljum að þær fái gott „start“ og séu tilbúnar til að takast á við hvaða áskoranir sem geta komið upp. Bókin er hugsuð sem handbók sem er bara í skiptitöskunni,“ segir Hallfríður. Þórunn Pálsdóttir , Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hallfríður Kristín Jónsdóttir og Hildur Ármannsdóttir standa að útgáfu bókarinnar. Vísir/Vilhelm Þær segja að tíðni brjóstagjafar á Íslandi sé ekki há miðað við önnur Norðurlönd ef talað er um eingöngu brjóstagjöf. Það byrji vel en svo eftir tvær vikur hrynji tíðnin. Það séu margar ástæður fyrir því, eins og til dæmis skortur á þekkingu hjá almennu heilbrigðisstarfsfólki sem getur valdið því að ef eitthvað kemur upp fá mæður ekki nægilega góð ráð. Þá segja þær skipta miklu máli að foreldrar séu vel undirbúnir og væntingar þeirra í samræmi við það verkefni sem þau standa frammi fyrir. Þær segja stöðuna þó alls ekki slæma. Margar mæður séu með börnin á brjósti ásamt því að gefa börnum sínum ábót auk þess sem langtímabrjóstagjöf sé orðin algengari. Fleiri mæður séu þannig með börnin sín á brjósti á annað ár. Á Karolinafund er söfnun fyrir bókinni sem lýkur í lok vikunnar. Í lýsingu bókarinnar segir að bókin miði að því að útskýra ferli brjóstagjafar og að farið verði yfir allar helstu áskoranir sem foreldrar geti mætt á leiðinni. „Fyrstu dagarnir og vikurnar eftir fæðingu eru oft á tíðum mjög krefjandi og er það von okkar að þessi bók styðji og styrki foreldra í að ná sínum markmiðum í brjóstagjöfinni,“ segir í lýsingunni og að bókin sé hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. „Við fimm erum hafsjór af upplýsingum og langaði hreinlega að miðla okkar þekkingu á blað, á mannamáli. Að breiða út okkar góða boðskap,“ segir Hildur og hlær. Þórunn tekur undir og segir þær þurfa, sem dæmi, að endurnýja próf sitt á fimm ára fresti. Þá þurfi þær að fylgjast vel með nýjustu rannsóknum á þessu sviði og fara á rannsóknir og málþing, bæði innanlands og erlendis. „Alvöru rannsóknir á brjóstagjöf hófust kannski fyrir um tuttugu árum. Það er svo margt að gerast í faginu og ef þú hefur ekki haldið þér við á þessu sviði, frá því að þú lærðir fyrir 30 árum, þá ertu eftir á,“ segir Hulda Sigurlína. Þær segja brjóstagjöf mikilvægt lýðheilsumál. Hún hafi góð áhrif á tengslamyndun, geðheilsu móður og líðan barna. Þær taka það þó skýrt fram að þótt svo að þær líti svo á að brjóstagjöf sé það besta fyrir barn og móður þá geti það komið fyrir að hún gangi ekki upp og þá sé þurrmjólkin lífsbjörg. „Það má ekki gleyma því. Ef það gengur ekki þá verður að styðja það. Þessu fylgir einhvern veginn skömm fyrir konur sama hvað þær gera. Ef þær eru með barn á brjósti, eða ekki,“ segir Þórunn. Spurðar um bókina sjálfa segja þær hana eiga að vera praktíska, einfalda og á skiljanlegu máli. Þær vilji að fólk geti leitað í henni ef einhver vandamál komi upp. „Pælingin er svo að ef að bókin hjálpar ekki, þá þarftu frekari aðstoð. Frá sérstökum brjóstagjafaráðgjafa sem greinir vandann,“ segir Hulda Sigurlína en konum bjóðast, þeim að kostnaðarlausu, að hitta brjóstagjafaráðgjafa þrisvar fyrstu sex mánuði eftir fæðingu. Í bókinni verður þannig fjallað um vegferð móðurinnar frá meðgöngu, brjóstagjöfina sjálfa og það sem gerist þegar henni lýkur. Þar verður að finna ráðgjöf fyrir móður, barn, maka og aðra ættingja, vini eða fagfólk sem vilja aðstoða konuna og hvernig þau geta það helst. Þá verði einnig farið yfir kosti þess að gefa brjóst. Fyrir móður, börn og heilsu þeirra beggja. „Kostirnir eru svo ótrúlega miklir. Það eru alltaf að koma sterkari rannsóknir sem styrkja það hversu mikil heilsufarsáhrifin eru fyrir móður. Við viljum efla konur og styrkja þær, því langflestar konur geta gefið brjóst,“ segir Hildur. Ekki gefa bara annað brjóstið Spurðar um ráð sem að þær vita að konum er gefið sem þær telja vitleysu segir Hulda Sigurlína til dæmis það ekki rétt að það eigi bara að gefa annað brjóstið. „Það á ekki að vera markmið neinnar konu að gefa bara annað brjóstið í einu. Heldur á það að vera markmið hennar að lesa barnið og skipta á milli eftir því sem þarf. Það sem ég myndi vilja er að kona sem les þessa bók, hafi leiðbeiningarnar frá okkur og treysti þeim. Svo þegar hún fær ráð frá öðrum sem stangast á við það sem kemur fram í bókinni, þá geti hún bara ýtt því frá sér.“ Vandamálin sem geta komið upp í brjóstagjöf eru margvísleg. Oftast glími konur við einhver vandamál í upphafi brjóstagjafar þó að það sé alls ekki algilt. Vandamálin geti tengst þroska barns en líka einföldum hlutum eins og hvernig eigi að halda á barni í brjóstagjöf. „En svo er nótt númer tvö oft alveg hrikalega erfið. Barnið er búið að jafna sig á fæðingunni og vill bara hanga á brjóstinu í marga klukkutíma. Það er mikilvægt að vera viðbúin því,“ segir Hallfríður. „Svo þarf að passa að barnið taki brjóstið rétt. Það á aldrei að vera vont að gefa brjóst,“ segir Ingibjörg og þær taka allar undir það. „Fyrstu tíu dagana er brjóstagjöfin að byggjast upp og það þarf bara að vinna að því,“ segir Hulda Sigurlína. Þær segja það mikilvægasta sem þurfi að muna sé að hvert barn sé einstakt og hver brjóstagjöf. Ef hún hafi gengið illa einu sinni þýði það ekki að hún geri það næst. „Þetta er dálítið eins og fæðingarnar. Við styrkjumst við hvert hlutverk og þetta verður auðveldara með hverju barni. En ef maður ætti að gefa eitt ráð þá væri það bara að slaka dálítið. Og ekki bara í einn mánuð. Það er svo mikilvægt að gefa sér tíma með barninu. Í stóra samhenginu er þetta stuttur tíma sem brjóstagjöfin er og það er svo mikilvægt að njóta þess.“ Hægt er að styrkja söfnun fyrir bókinni hér á vef Karolinafund. Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er pabbinn sem var óléttur“ Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd. 17. október 2023 08:01 „Mér leið eins og ofurhetju“ Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eignuðust tvö börn með tæplega tveggja ára millibili. Óðinn Örn tveggja ára og Stellu Katrínu sem fæddist fyrr í sumar. 17. október 2023 08:00 Forvarnir og áhættuþættir brjóstakrabbameina – þekktu þína áhættuþætti Það er komin hefð fyrir að október mánuður sé tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum kvenna, með Bleiku slaufunni árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. 5. október 2023 08:00 Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 „Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri“ Aðalheiður Ýr Óladóttir, fitnessdrottning eignaðist sitt fyrsta barn 2017. Í fyrra bættist barn númer tvö í hópinn. Hún lýsir upplifunum tveimur sem gjörólíkum. 25. júní 2023 07:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Þær Hallfríður Kristín Jónsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hildur Ármannsdóttir og Þórunn Pálsdóttir eru allar brjóstagjafaráðgjafar. Þær vinna nú að nýrri bók um brjóstagjöf sem þær ætla að gefa sjálfar út. „Það kviknaði hugmynd og svo loks fór einhver með hana lengur. En þetta er eitthvað sem við höfum verið að hugsa um í mörg ár,“ segir Hulda Sigurlína og hinar taka undir. „Manni hefur fundist vanta hagnýtar upplýsingar fyrir alla. Sama hvort það er fyrir nýbakaða foreldra, konur sem hafa lent í erfiðleikum, heilbrigðisstarfsfólk eða ömmur og afa,“ segir Hildur og að oft séu foreldrar svo uppteknir af fæðingunni og nái ekki að undirbúa brjóstagjöfina nægilega vel. Þær segja það sem er þegar í boði á íslensku á mannamáli ekki endilega nýjustu og bestu upplýsingarnar. Afleiðingin sé sú að konur séu oft ekki nægilega vel undirbúnar fyrir brjóstagjöfina. „Þetta kemur þeim oft á óvart. Hversu erfitt verkefnið er. Við viljum að þær fái gott „start“ og séu tilbúnar til að takast á við hvaða áskoranir sem geta komið upp. Bókin er hugsuð sem handbók sem er bara í skiptitöskunni,“ segir Hallfríður. Þórunn Pálsdóttir , Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hallfríður Kristín Jónsdóttir og Hildur Ármannsdóttir standa að útgáfu bókarinnar. Vísir/Vilhelm Þær segja að tíðni brjóstagjafar á Íslandi sé ekki há miðað við önnur Norðurlönd ef talað er um eingöngu brjóstagjöf. Það byrji vel en svo eftir tvær vikur hrynji tíðnin. Það séu margar ástæður fyrir því, eins og til dæmis skortur á þekkingu hjá almennu heilbrigðisstarfsfólki sem getur valdið því að ef eitthvað kemur upp fá mæður ekki nægilega góð ráð. Þá segja þær skipta miklu máli að foreldrar séu vel undirbúnir og væntingar þeirra í samræmi við það verkefni sem þau standa frammi fyrir. Þær segja stöðuna þó alls ekki slæma. Margar mæður séu með börnin á brjósti ásamt því að gefa börnum sínum ábót auk þess sem langtímabrjóstagjöf sé orðin algengari. Fleiri mæður séu þannig með börnin sín á brjósti á annað ár. Á Karolinafund er söfnun fyrir bókinni sem lýkur í lok vikunnar. Í lýsingu bókarinnar segir að bókin miði að því að útskýra ferli brjóstagjafar og að farið verði yfir allar helstu áskoranir sem foreldrar geti mætt á leiðinni. „Fyrstu dagarnir og vikurnar eftir fæðingu eru oft á tíðum mjög krefjandi og er það von okkar að þessi bók styðji og styrki foreldra í að ná sínum markmiðum í brjóstagjöfinni,“ segir í lýsingunni og að bókin sé hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. „Við fimm erum hafsjór af upplýsingum og langaði hreinlega að miðla okkar þekkingu á blað, á mannamáli. Að breiða út okkar góða boðskap,“ segir Hildur og hlær. Þórunn tekur undir og segir þær þurfa, sem dæmi, að endurnýja próf sitt á fimm ára fresti. Þá þurfi þær að fylgjast vel með nýjustu rannsóknum á þessu sviði og fara á rannsóknir og málþing, bæði innanlands og erlendis. „Alvöru rannsóknir á brjóstagjöf hófust kannski fyrir um tuttugu árum. Það er svo margt að gerast í faginu og ef þú hefur ekki haldið þér við á þessu sviði, frá því að þú lærðir fyrir 30 árum, þá ertu eftir á,“ segir Hulda Sigurlína. Þær segja brjóstagjöf mikilvægt lýðheilsumál. Hún hafi góð áhrif á tengslamyndun, geðheilsu móður og líðan barna. Þær taka það þó skýrt fram að þótt svo að þær líti svo á að brjóstagjöf sé það besta fyrir barn og móður þá geti það komið fyrir að hún gangi ekki upp og þá sé þurrmjólkin lífsbjörg. „Það má ekki gleyma því. Ef það gengur ekki þá verður að styðja það. Þessu fylgir einhvern veginn skömm fyrir konur sama hvað þær gera. Ef þær eru með barn á brjósti, eða ekki,“ segir Þórunn. Spurðar um bókina sjálfa segja þær hana eiga að vera praktíska, einfalda og á skiljanlegu máli. Þær vilji að fólk geti leitað í henni ef einhver vandamál komi upp. „Pælingin er svo að ef að bókin hjálpar ekki, þá þarftu frekari aðstoð. Frá sérstökum brjóstagjafaráðgjafa sem greinir vandann,“ segir Hulda Sigurlína en konum bjóðast, þeim að kostnaðarlausu, að hitta brjóstagjafaráðgjafa þrisvar fyrstu sex mánuði eftir fæðingu. Í bókinni verður þannig fjallað um vegferð móðurinnar frá meðgöngu, brjóstagjöfina sjálfa og það sem gerist þegar henni lýkur. Þar verður að finna ráðgjöf fyrir móður, barn, maka og aðra ættingja, vini eða fagfólk sem vilja aðstoða konuna og hvernig þau geta það helst. Þá verði einnig farið yfir kosti þess að gefa brjóst. Fyrir móður, börn og heilsu þeirra beggja. „Kostirnir eru svo ótrúlega miklir. Það eru alltaf að koma sterkari rannsóknir sem styrkja það hversu mikil heilsufarsáhrifin eru fyrir móður. Við viljum efla konur og styrkja þær, því langflestar konur geta gefið brjóst,“ segir Hildur. Ekki gefa bara annað brjóstið Spurðar um ráð sem að þær vita að konum er gefið sem þær telja vitleysu segir Hulda Sigurlína til dæmis það ekki rétt að það eigi bara að gefa annað brjóstið. „Það á ekki að vera markmið neinnar konu að gefa bara annað brjóstið í einu. Heldur á það að vera markmið hennar að lesa barnið og skipta á milli eftir því sem þarf. Það sem ég myndi vilja er að kona sem les þessa bók, hafi leiðbeiningarnar frá okkur og treysti þeim. Svo þegar hún fær ráð frá öðrum sem stangast á við það sem kemur fram í bókinni, þá geti hún bara ýtt því frá sér.“ Vandamálin sem geta komið upp í brjóstagjöf eru margvísleg. Oftast glími konur við einhver vandamál í upphafi brjóstagjafar þó að það sé alls ekki algilt. Vandamálin geti tengst þroska barns en líka einföldum hlutum eins og hvernig eigi að halda á barni í brjóstagjöf. „En svo er nótt númer tvö oft alveg hrikalega erfið. Barnið er búið að jafna sig á fæðingunni og vill bara hanga á brjóstinu í marga klukkutíma. Það er mikilvægt að vera viðbúin því,“ segir Hallfríður. „Svo þarf að passa að barnið taki brjóstið rétt. Það á aldrei að vera vont að gefa brjóst,“ segir Ingibjörg og þær taka allar undir það. „Fyrstu tíu dagana er brjóstagjöfin að byggjast upp og það þarf bara að vinna að því,“ segir Hulda Sigurlína. Þær segja það mikilvægasta sem þurfi að muna sé að hvert barn sé einstakt og hver brjóstagjöf. Ef hún hafi gengið illa einu sinni þýði það ekki að hún geri það næst. „Þetta er dálítið eins og fæðingarnar. Við styrkjumst við hvert hlutverk og þetta verður auðveldara með hverju barni. En ef maður ætti að gefa eitt ráð þá væri það bara að slaka dálítið. Og ekki bara í einn mánuð. Það er svo mikilvægt að gefa sér tíma með barninu. Í stóra samhenginu er þetta stuttur tíma sem brjóstagjöfin er og það er svo mikilvægt að njóta þess.“ Hægt er að styrkja söfnun fyrir bókinni hér á vef Karolinafund.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er pabbinn sem var óléttur“ Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd. 17. október 2023 08:01 „Mér leið eins og ofurhetju“ Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eignuðust tvö börn með tæplega tveggja ára millibili. Óðinn Örn tveggja ára og Stellu Katrínu sem fæddist fyrr í sumar. 17. október 2023 08:00 Forvarnir og áhættuþættir brjóstakrabbameina – þekktu þína áhættuþætti Það er komin hefð fyrir að október mánuður sé tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum kvenna, með Bleiku slaufunni árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. 5. október 2023 08:00 Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 „Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri“ Aðalheiður Ýr Óladóttir, fitnessdrottning eignaðist sitt fyrsta barn 2017. Í fyrra bættist barn númer tvö í hópinn. Hún lýsir upplifunum tveimur sem gjörólíkum. 25. júní 2023 07:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
„Ég er pabbinn sem var óléttur“ Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd. 17. október 2023 08:01
„Mér leið eins og ofurhetju“ Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eignuðust tvö börn með tæplega tveggja ára millibili. Óðinn Örn tveggja ára og Stellu Katrínu sem fæddist fyrr í sumar. 17. október 2023 08:00
Forvarnir og áhættuþættir brjóstakrabbameina – þekktu þína áhættuþætti Það er komin hefð fyrir að október mánuður sé tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum kvenna, með Bleiku slaufunni árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. 5. október 2023 08:00
Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01
„Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri“ Aðalheiður Ýr Óladóttir, fitnessdrottning eignaðist sitt fyrsta barn 2017. Í fyrra bættist barn númer tvö í hópinn. Hún lýsir upplifunum tveimur sem gjörólíkum. 25. júní 2023 07:00