Tap hjá Harden í fyrsta leik: „Þetta var svolítið skrítið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 12:01 James Harden átti ágætis leik í Madison Square Garden í nótt. getty/Rich Schultz James Harden lék sinn fyrsta leik fyrir Los Angeles Clippers þegar liðið tapaði fyrir New York Knicks, 111-97, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30