Hvenær er komið gott? Yousef Ingi Tamimi skrifar 7. nóvember 2023 08:30 Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar