Fótbolti

Segir að orðrómar um fram­tíð sína séu að skemma fyrir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marcus Rashford segir að orðrómar um að framtíð hans hjá United sé í hættu séu að skemma fyrir.
Marcus Rashford segir að orðrómar um að framtíð hans hjá United sé í hættu séu að skemma fyrir. Clive Rose/Getty Images

Marcus Rashford, framherji Manchester United, hefur kallað eftir því að slúður um framtíð hans hjá félaginu þagni eftir að hann missti af leik liðsins gegn Fulham síðastliðinn laugardag.

Rashford gat ekki tekið þátt í viðureign Manchester United gegn Fulham síðasta laugardag vegna meiðsla. United vann leikinn 1-0, en Rashford hefur mátt sæta gagnrýni undanfarna dag eftir að hann skellti sér út á lífið til að halda upp á afmælið sitt aðeins nokkrum klukkustundum eftir 3-0 tap gegn Manchester City.

Meðal þeirra sem gagnrýndu Rashford eftir að hann hélt upp á afmælið sitt var Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þar sem hann sagði meðal annars að hegðun hans hafi verið óviðunandi.

Einhverjir hafa ákveðið að gera sér mat úr þessari gagnrýni sem Rashford hefur mátt þola og ein aðdáendasíða Manchester United, The United Stand, birti myndband á X, áður Twitter, þar sem stjórnendur veltu fyrir sér hvort að framtíð leikmannsins hjá félaginu væri í óvissu.

Rashdord ákvað hins vegar sjálfur að svara færslu síðunnar og bað stjórnandur hennar vinsamlegast um að hætta að dreifa slíku slúðri.

„Vinsamlegast HÆTTIÐ að dreifa skaðandi orðrómum,“ ritaði Rashford einfaldlega á síðu sína þar sem hann svaraði aðdáendasíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×