Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Guðrún í leik með Rosengard
Guðrún í leik með Rosengard Vísir/getty

Það var Íslendingarslagur í sænsku kvenna knattspyrnunni í dag er Kristianstad mætti Rosengard.

Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liði Kristianstad og þær Hlín Eiríksdóttir og Emilía Óskarsdóttir leika með liðinu á meðan Guðrún Arnarsdóttir er leikmaður Rosengard.

Þær Guðrún og Hlín voru báðar í byrjunarliðum sinna liða en það var Rosengard sem náði forystunni í leiknum á 16. mínútu og var það Jessica Wik sem skoraði markið. Staðan var 0-1 í hálfleiknum.

Allt stefndi í 1-0 sigur Rosengard þar til á 87. mínútu þegar Emilija Petrovic skoraði fyrir Kristianstad og jafnaði því leikinn. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og lokatölur því 1-1. Guðrún spilaði allan leikinn í liði Rosengard sem og Hlín gerði fyrir Kristianstad en Emilía kom inn af bekknum. Þess má geta að þetta var síðasti heimaleikur Kristianstad undir stjórn Elísubetar sem lætur af störfum eftir tímabilið.

Eftir leikinn er Kristianstad í fimmta sætinu með 47 stig á meðan Rosengard er í sjöunda sætinu með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×