Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 14:00 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands á opna fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar, sem haldin var á Selfossi í gær. Hann kom víða við í framsögu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð“, segir formaður Bændasamtakanna, sem vandar alþingismönnum og ráðherrum ekki kveðjur sínar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar. Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar.
Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira