Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 14:00 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands á opna fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar, sem haldin var á Selfossi í gær. Hann kom víða við í framsögu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð“, segir formaður Bændasamtakanna, sem vandar alþingismönnum og ráðherrum ekki kveðjur sínar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar. Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar.
Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira