„Elsku fallegi strákurinn okkar er kominn í heiminn. Ég er yfir mig ástfangin af honum,“ skrifar Tinna við myndina.
Fyrir á hún dótturina Ísabellu Birtu með Húsafellserfingjanum Unnari Bergþórssyni. En Ísabella Birta hefur sópað að sér verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í samkvæmisdansi sem Tinna hefur deilt fjöldann allan af myndum af á samfélagsmiðlum.