Mögulega aukinn hraði í tilfærslum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:56 Vel er fylgst með landrisinu. Vísir/Vilhelm Síritandi GPS mælar í grennd við fjallið Þorbjörn virðast sýna töluvert stökk í tilfærslum í dag. Mælir við Eldvörp sýnir rúmlega eins sentimetra tilfærslu til vesturs á milli mælinga, yfir átta klukkustunda tímabil, sem er veruleg hröðun frá síðustu dögum. Þetta stökk er sjáanlegt á öllum mælum í kringum landrisið sem nú á sér stað, þó mismikið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þar segir að hraði landriss virðist ekki hafa breyst en um sé að ræða breytingu í láréttum hreyfingum. „Lítil skjálftavirkni hefur þó verið í dag samanborið við gærdaginn. Óljóst er hvað þetta nákvæmlega þýðir að svo stöddu og má búast við að sérfræðingar skoði nú gögnin og setji í samhengi við gervitunglamyndir af svæðinu,“ segir enn fremur. Mælingar síritandi GPS-mæla uppfærast þrisvar á sólarhring er hægt að nálgast upplýsingar úr þeim hér. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að taka þurfi einstökum atburðum með fyrirvara. „Við erum búin að vera að sjá landris við Þorbjörn út af kvikuinnskoti og það heldur bara áfram þetta landris sem við erum að mæla á mælum, bæði GPS-mælum og myndum frá gervihnöttum. Það verður alltaf að taka svona stökum punktum með smá fyrirvara. Á þessu grafi eru punktar sem hoppa mjög hátt út úr meginlínunni, það geta alltaf verið truflanir – loftshjúptruflanir sem dæmi. Að taka einn punkt út úr mælingunni og segja að það sé greinilega aukinn hraði set ég smá varnagla við, við reynum að fylgjast með því hvernig staðan er almennt,“ segir Salóme. GPS mælar séu vaktaðir allan sólarhringinn og að vel verði fylgst með framvindu. Hér má sjá upplýsingar úr GPS-síritum.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þar segir að hraði landriss virðist ekki hafa breyst en um sé að ræða breytingu í láréttum hreyfingum. „Lítil skjálftavirkni hefur þó verið í dag samanborið við gærdaginn. Óljóst er hvað þetta nákvæmlega þýðir að svo stöddu og má búast við að sérfræðingar skoði nú gögnin og setji í samhengi við gervitunglamyndir af svæðinu,“ segir enn fremur. Mælingar síritandi GPS-mæla uppfærast þrisvar á sólarhring er hægt að nálgast upplýsingar úr þeim hér. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að taka þurfi einstökum atburðum með fyrirvara. „Við erum búin að vera að sjá landris við Þorbjörn út af kvikuinnskoti og það heldur bara áfram þetta landris sem við erum að mæla á mælum, bæði GPS-mælum og myndum frá gervihnöttum. Það verður alltaf að taka svona stökum punktum með smá fyrirvara. Á þessu grafi eru punktar sem hoppa mjög hátt út úr meginlínunni, það geta alltaf verið truflanir – loftshjúptruflanir sem dæmi. Að taka einn punkt út úr mælingunni og segja að það sé greinilega aukinn hraði set ég smá varnagla við, við reynum að fylgjast með því hvernig staðan er almennt,“ segir Salóme. GPS mælar séu vaktaðir allan sólarhringinn og að vel verði fylgst með framvindu. Hér má sjá upplýsingar úr GPS-síritum.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira