Nýtt mót innan NBA hófst með látum í nótt Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. nóvember 2023 11:00 Luka Doncic skoraði 34 stig gegn Denver í nótt en það dugði ekki til sigurs Vísir/Getty Nýtt mót innan NBA deildarinnar hófst með fimm leikjum í nótt. Mótið er nýjung innan NBA, öll lið taka þátt og fjögur þeirra munu leika til úrslita í Las Vegas í desember. Hugmyndin að mótinu er fengin úr knattspyrnuheiminum til að auka spennu og áhorf á leiki yfir tímabilið. Öll 30 lið deildarinnar taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Fyrstu leikir riðlakeppninnar fóru fram í nótt. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Fyrr í vikunni var það staðfest að allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fái 500.000$ í verðlaunafé. Rapparinn LL Cool J og hljómsveitin The Roots gáfu svo út lag mótsins í gær. NEW TOURNAMENT. 🏆NEW ANTHEM. 🎵LL COOL J and THE ROOTS reimagine GRAMMY Award-Winning single "Mama Said Knock You Out" for NBA In-Season Tournament Anthem pic.twitter.com/fdARZOJDSR— NBA (@NBA) November 3, 2023 Mótið hófst með látum þegar opnunarleikur milli ríkjandi deildarmeistara Denver Nuggets og Dallas Mavericks fór fram. Luka Doncic fór mikinn í leiknum en það dugði ekki til sigurs gegn Jókernum og hans mönnum frá Denver sem unnu leikinn að endingu 125-114. Luka did Luka things (34 PTS, 10 REB, 8 AST) in the Mavs' NBA In-Season Tournament opener 👀The @dallasmavs next NBA In-Season Tournament matchup is Friday, 11/10 vs. LAC on the NBA App 🏆 pic.twitter.com/Wu5lXxKZTz— NBA (@NBA) November 4, 2023 Steph Curry skoraði sigurkörfuna fyrir Golden State Warriors þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Oklahoma City Thunder. Klay Thompson liðsfélagi hans gerði slíkt hið sama kvöldið áður gegn Sacramento Kings. SPLASH BROS.Steph and Klay hit game-winners on back-to-back nights... both with 0.2 seconds on the clock 🤯 pic.twitter.com/R3ihcXNMWi— NBA (@NBA) November 4, 2023 Niðurröðun og stöðuna í riðlakeppninni má sjá hér. Öll úrslit næturinnar úr NBA deildinni má finna hér. NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Sjá meira
Hugmyndin að mótinu er fengin úr knattspyrnuheiminum til að auka spennu og áhorf á leiki yfir tímabilið. Öll 30 lið deildarinnar taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Fyrstu leikir riðlakeppninnar fóru fram í nótt. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Fyrr í vikunni var það staðfest að allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fái 500.000$ í verðlaunafé. Rapparinn LL Cool J og hljómsveitin The Roots gáfu svo út lag mótsins í gær. NEW TOURNAMENT. 🏆NEW ANTHEM. 🎵LL COOL J and THE ROOTS reimagine GRAMMY Award-Winning single "Mama Said Knock You Out" for NBA In-Season Tournament Anthem pic.twitter.com/fdARZOJDSR— NBA (@NBA) November 3, 2023 Mótið hófst með látum þegar opnunarleikur milli ríkjandi deildarmeistara Denver Nuggets og Dallas Mavericks fór fram. Luka Doncic fór mikinn í leiknum en það dugði ekki til sigurs gegn Jókernum og hans mönnum frá Denver sem unnu leikinn að endingu 125-114. Luka did Luka things (34 PTS, 10 REB, 8 AST) in the Mavs' NBA In-Season Tournament opener 👀The @dallasmavs next NBA In-Season Tournament matchup is Friday, 11/10 vs. LAC on the NBA App 🏆 pic.twitter.com/Wu5lXxKZTz— NBA (@NBA) November 4, 2023 Steph Curry skoraði sigurkörfuna fyrir Golden State Warriors þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Oklahoma City Thunder. Klay Thompson liðsfélagi hans gerði slíkt hið sama kvöldið áður gegn Sacramento Kings. SPLASH BROS.Steph and Klay hit game-winners on back-to-back nights... both with 0.2 seconds on the clock 🤯 pic.twitter.com/R3ihcXNMWi— NBA (@NBA) November 4, 2023 Niðurröðun og stöðuna í riðlakeppninni má sjá hér. Öll úrslit næturinnar úr NBA deildinni má finna hér.
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Sjá meira