Fótbolti

Leeds batt enda á sigur­göngu Leicester

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leeds er í harðri baráttu um að vinna sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný.
Leeds er í harðri baráttu um að vinna sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný. George Wood/Getty Images

Eftir sex sigurleiki í röð er sigurganga Leicester á enda í ensku B-deildinni í knattspyrnu á enda eftir 0-1 tap gegn Leeds í kvöld.

Leicester og Leeds eru í harðri baráttu um að vinna sér inn beint sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik og sátu liðin í 1. og 3. sæti B-deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Því var ljóst að mikið var undir.

Það voru að lokum gestirnir í Leeds sem höfðu betur með einu marki gegn engu, en það var Georginio Rutter sem skoraði eina mark leiksins er hann kom gestunum í forystu á 58. mínútu.

Þrátt fyrir sigurinn situr Leeds enn í 3. sæti deildarinnar, nú með 28 stig eftir 15 leiki. Leicester trónir enn á toppnum með 39 stig, fimm stigum meira en Ipswich sem situr í öðru sæti og á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×