Snorri Steinn: „Þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 21:36 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega sáttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan 15 marka sigur gegn Færeyingum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann segir það oftast vera hægt eftir sigurleiki. „Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sjá meira
„Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00