Erlent

Patterson á­kærð fyrir þrjú morð og grunuð um í­trekaðar morðtilraunir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana.
Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty

Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 

Málið hefur vakið gríðarlega athygli, bæði í Ástralíu og út um allan heim, en fólkið lést eftir að hafa verið boðið til hádegisverðar á heimili Patterson í bænum Leongatha í Viktoríu í júlí síðastliðnum.

Viðstaddir voru Don og Gail Patterson, foreldrar fyrirverandi eiginmanns Erin, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar Ian. Á boðstólnum var Beef Wellington en eftir máltíðina sýndu öll fjögur einkenni eitrunar og voru flutt á sjúkrahús.

Don, Gail og Heather létust en Ian lifði.

Erin Patterson var fljótlega grunuð um græsku en talið er að sveppirnir sem hún notaði við eldamennskuna hafi verið grænserkir, sem eru með eitruðustu sveppum heims. Athygli vakti að tvö börn hennar og eiginmannsins fyrrverandi voru viðstödd máltíðina en fengu annan mat.

Í gær dró til tíðinda þegar Patterson var handtekinn en þegar greint var frá ákærum í málinu kom í ljós að hún er einnig grunuð um að hafa þrisvar sinnum gert tilraun til að koma fyrrverandi fyrir kattarnef.

Patterson hefur neitað sök í málinu og sagst hafa notað sveppi sem hún keypti út í búð og þurrkaða sveppi sem hún keypti á asískum markaði mánuðum áður. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×