Geimfarinn Ken Mattingly látinn Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2023 07:55 Ken Mattingly fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 leiðangrinum 1972. NASA Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA greinir frá því að Mattingly hafi andast síðastliðinn þriðjudag. „Geimfari NASA, TK Mattingly gegndi lykilhlutverki í velgengni Apollo-áætlunar okkar, og geislandi persónuleiki hans mun tryggja að hans verður minnst alla tíð,“ segir í yfirlýsingu NASA. Í kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1996 fór leikarinn Gary Sinise með hlutverk Mattingly, Tom Hanks með hlutverk Lovell, Bill Paxton með hlutverk Fred Haise og Kevin Bacon með hlutverk Jack Swigert. Mattingly gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum Apollo 13-leiðangursins þar sem hann veitti geimförunum ómetanlega ráðgjöf, en hann hafði sjálfur verið þurft að yfirgefa teymið þremur sólarhringum fyrir áætlað geimskot vegna veikinda. With heavy hearts, we bid farewell to @USNavy rear admiral and @NASA astronaut Ken Mattingly. His brave contributions providing critical decisions to rescue the Apollo 13 crew, and serving as a key player in the Apollo and early Shuttle programs will long be remembered. #RIP pic.twitter.com/RRMfQjuxGz— NASA History Office (@NASAhistory) November 2, 2023 Ákveðið var taka Mattingly úr teyminu eftir að hann hafði verið útsettur fyrir mislingum. Fór svo að varaskeifan Jack Swigert tók sæti Mattingly í Apollo 13 sem var skotið á loft 11. apríl 1970. Með Swigert um borð voru þeir Jim Lovell og Fred Haise. Um 56 klukkustundum eftir að Apollo 13 var skotið á loft sprakk súrefnistankur um borð sem varð til þess að annar tankur skemmdist líka. Mattingly veitti félögum sínum dýrmæta ráðgjöf þegar unnið var að því að tryggja að koma þeim óhultum aftur til jarðar. Árið 1972 gafst Mattingly þó annað tækifæri að fara út í geim í Apollo 16. Mattingly stýrði tunglferjunni, en félagar hans í leiðangrinum, þeir John Young og Charles Duke, vörðu þremur sólarhringum á yfirborði tunglsins. Apollo 16 er næstsíðasti leiðangurinn þar lent var á tunglinu. Áður hafði Mattingly verið varaskeifa í bæði Apollo 8 og Apollo 11 leiðöngrunum. Geimurinn Bandaríkin Andlát Tunglið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA greinir frá því að Mattingly hafi andast síðastliðinn þriðjudag. „Geimfari NASA, TK Mattingly gegndi lykilhlutverki í velgengni Apollo-áætlunar okkar, og geislandi persónuleiki hans mun tryggja að hans verður minnst alla tíð,“ segir í yfirlýsingu NASA. Í kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1996 fór leikarinn Gary Sinise með hlutverk Mattingly, Tom Hanks með hlutverk Lovell, Bill Paxton með hlutverk Fred Haise og Kevin Bacon með hlutverk Jack Swigert. Mattingly gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum Apollo 13-leiðangursins þar sem hann veitti geimförunum ómetanlega ráðgjöf, en hann hafði sjálfur verið þurft að yfirgefa teymið þremur sólarhringum fyrir áætlað geimskot vegna veikinda. With heavy hearts, we bid farewell to @USNavy rear admiral and @NASA astronaut Ken Mattingly. His brave contributions providing critical decisions to rescue the Apollo 13 crew, and serving as a key player in the Apollo and early Shuttle programs will long be remembered. #RIP pic.twitter.com/RRMfQjuxGz— NASA History Office (@NASAhistory) November 2, 2023 Ákveðið var taka Mattingly úr teyminu eftir að hann hafði verið útsettur fyrir mislingum. Fór svo að varaskeifan Jack Swigert tók sæti Mattingly í Apollo 13 sem var skotið á loft 11. apríl 1970. Með Swigert um borð voru þeir Jim Lovell og Fred Haise. Um 56 klukkustundum eftir að Apollo 13 var skotið á loft sprakk súrefnistankur um borð sem varð til þess að annar tankur skemmdist líka. Mattingly veitti félögum sínum dýrmæta ráðgjöf þegar unnið var að því að tryggja að koma þeim óhultum aftur til jarðar. Árið 1972 gafst Mattingly þó annað tækifæri að fara út í geim í Apollo 16. Mattingly stýrði tunglferjunni, en félagar hans í leiðangrinum, þeir John Young og Charles Duke, vörðu þremur sólarhringum á yfirborði tunglsins. Apollo 16 er næstsíðasti leiðangurinn þar lent var á tunglinu. Áður hafði Mattingly verið varaskeifa í bæði Apollo 8 og Apollo 11 leiðöngrunum.
Geimurinn Bandaríkin Andlát Tunglið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira