„Ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2023 21:23 Jordan Semple var mikilvægur í liði Þórs í kvöld. Vísir/Diego Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
„Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31