„Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2023 21:36 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. „Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum