Kvika hagnast um tæpa fjóra milljarða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2023 19:45 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að gripið hafi verið til aðgerða til að auka skilvirkni og bæta rekstur í bankanum. Meðal lykilaðgerða sé 900 milljóna króna lækkun árlegs rekstrarkostnaðar og ákvörðun um að hefja sölu á dótturfélaginu TM. Hagnaður Kviku banka fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Heildareignir námu 328 milljörðum og eigið fé samstæðunnar voru 80 milljarðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrstu níu mánuði ársins sem birtur var í dag. Arðsemi efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 11,5 prósent og hagnaður á hlut nam 0,5 krónum á tímabilinu. Þá var gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar 1,24 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar án tryggingastarfsemi var 22,7 prósent. Heildareignir í stýringu námu 449 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu segir að áhrifa af erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum gæti enn, og á þriðja ársfjórðungi hafi hagnaður numið rétt rúmum milljarði. Það sé í samræmi við spá bankans um hagnað að undanskildum fjárfestingartekjum. Hagnaður fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna Arðsemi efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 11,5% Hagnaður á hlut nam 0,5 kr. á tímabilinu Heildareignir námu 328 milljörðum króna Eigið fé samstæðunnar var 80 milljarðar króna Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,24 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar án tryggingastarfsemi (CAR) var 22,7% Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 301% Heildareignir í stýringu námu 449 milljörðum króna Samsett hlutfall trygginga nam 94,0% „Undirliggjandi rekstur bankans hefur verið traustur á þessu ári, en við höfum lent í mótvindi vegna hækkandi vaxta og krefjandi aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta endurspeglast í lægri þóknanatekjum í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem og í hverfandi fjárfestingatekjum. Það er hins vegar mjög jákvætt að sjá góða afkomu í vátrygginga- og lánastarfsemi okkar. Vátryggingar skila framúrskarandi samsettu hlutfalli á þriðja ársfjórðungi og vöxtur lánabókar er góður á öllum sviðum,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni forstjóra Kviku í tilkynningu. Hér er hægt að lesa tilkynningu Kviku banka í heild sinni. Íslenskir bankar Kvika banki Fjármálamarkaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrstu níu mánuði ársins sem birtur var í dag. Arðsemi efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 11,5 prósent og hagnaður á hlut nam 0,5 krónum á tímabilinu. Þá var gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar 1,24 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar án tryggingastarfsemi var 22,7 prósent. Heildareignir í stýringu námu 449 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu segir að áhrifa af erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum gæti enn, og á þriðja ársfjórðungi hafi hagnaður numið rétt rúmum milljarði. Það sé í samræmi við spá bankans um hagnað að undanskildum fjárfestingartekjum. Hagnaður fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna Arðsemi efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 11,5% Hagnaður á hlut nam 0,5 kr. á tímabilinu Heildareignir námu 328 milljörðum króna Eigið fé samstæðunnar var 80 milljarðar króna Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,24 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar án tryggingastarfsemi (CAR) var 22,7% Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 301% Heildareignir í stýringu námu 449 milljörðum króna Samsett hlutfall trygginga nam 94,0% „Undirliggjandi rekstur bankans hefur verið traustur á þessu ári, en við höfum lent í mótvindi vegna hækkandi vaxta og krefjandi aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta endurspeglast í lægri þóknanatekjum í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem og í hverfandi fjárfestingatekjum. Það er hins vegar mjög jákvætt að sjá góða afkomu í vátrygginga- og lánastarfsemi okkar. Vátryggingar skila framúrskarandi samsettu hlutfalli á þriðja ársfjórðungi og vöxtur lánabókar er góður á öllum sviðum,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni forstjóra Kviku í tilkynningu. Hér er hægt að lesa tilkynningu Kviku banka í heild sinni.
Hagnaður fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna Arðsemi efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 11,5% Hagnaður á hlut nam 0,5 kr. á tímabilinu Heildareignir námu 328 milljörðum króna Eigið fé samstæðunnar var 80 milljarðar króna Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,24 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar án tryggingastarfsemi (CAR) var 22,7% Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 301% Heildareignir í stýringu námu 449 milljörðum króna Samsett hlutfall trygginga nam 94,0%
Íslenskir bankar Kvika banki Fjármálamarkaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira