Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 20:37 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vísir/Einar Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón. Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón.
Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07