Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2023 14:42 Lyfin eru ein þau vinsælustu í heimi um þessar mundir. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára. Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára.
Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira