Sögulegt morð í Suðurgötu markaði fjölskylduna fyrir lífstíð Íris Hauksdóttir skrifar 5. nóvember 2023 20:00 Sigríður Dúa Goldsworthy gaf nýverið út bókina Morðin í Dillonshúsi, sögu ömmu sinnar. Vilhelm/Vísir Þann 26. febrúar árið 1953 tók Sigurður Magnússon afdrifaríka ákvörðun. Hann ákvað að binda endi á líf sitt og tók fjölskyldu sína með sér. Um er að ræða stærsta morðmál 20. aldar á Íslandi. Saman áttu hjónin Sigurður (35) og kona hans, Hulda Karen Larsen (33), þrjú börn á aldrinum þriggja til sex ára, þau Magnús, Sigríði Dúu og Ingibjörgu Stefaníu. Ásdís, systir Huldu Karenar bjó hjá fjölskyldunni en var í vinnu þegar morðin voru framin. Systurdóttir Huldu Karenar, Sigríður Dúa Goldsworthy, fæddist tíu árum eftir þetta stærsta morðmál síðustu aldar á Íslandi. Raunveruleikinn ótrúlegri en uppspuni Sigríður Dúa gaf nýverið út bókina Morðin í Dillonshúsi sem byggir á atburðarásinni eins og hún blasti við Ásdísi, þegar hún kom að fjölskyldumeðlimum sínum látnum á heimili þeirra. Amma Sigríðar Dúu og móðir Huldu Karenar hét Sigríður Ögmundsdóttir, sem missti þennan hörmulega dag dóttur sína og þrjú barnabörn á einu bretti. Sigríður Ögmunds. Ásdís Karlsdóttir og Sigríður Dúa.aðsend „Þetta er saga ömmu minnar Sigríðar Ögmundsdóttur og er allt í senn ástarsaga, örlaga- og sorgarsaga. Oft á tíðum er atburðarásin slík að manni gæti helst dottið til hugar að um skáldskap væri að ræða. En stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en uppspuni og það sem á sumt fólk er lagt er af þeirri stærðargráðu að við hin eigum erfitt með að skilja það.“ Sleppt fársjúkum út af Kleppi Sigurður, maður Huldu, var virtur lyfjafræðingur. Afi hans í móðurætt var Magnús Stephensen landshöfðingi og Magnús Sigurðsson faðir hans var bankastjóri Landsbankans og bróðir Jóns Hjaltalíns fyrrverandi landlæknis. Hann var af fínu fólki. „Það voru geðræn vandamál sem hrjáðu Sigurð. Ljóst er að sú staðreynd lagðist illa í hann. Fínt fólk á ekki að verða geðveikt. Ég áætla að sú hugsun hafi truflað meðferð hans sem varð til þess að honum var sleppt út af Kleppi þrátt fyrir að vera fársjúkur. Honum hefur eflaust þótt smán í því að viðurkenna sín andlegu veikindi og gat ekki hugsað sér að lifa við það. Svo er það hitt að hann hafði þá ranghugsun eins og ef til vill margir menn á þessum tíma, árið 1953, að hann ætti fjölskyldu sína og mætti þar af leiðandi gera það sem honum sýndist við þau. Myrti þau með blásýru Í bók sinni, In Control, talar breski afbrotafræðingurinn Jane Monckton Smith um fjölskyldumorð og það hvernig þessi hugsun um eignarhald sé hættuleg fjölskyldumeðlimum. Í þessum brenglaða hugsunargangi virðist Sigurður komast á þá skoðun að úr því að hann hafi ekki viljað lifa lengur hefði hann rétt á að taka þeirra líf líka. Auðvitað er þetta samt bara mín skoðun um það hvað lá að baki því að Sigurður framdi þennan hræðilega glæp. Hins vegar er það alveg skjalfest að hann þjáðist af geðveiki og myrti þau með blásýru enda hæg heimatökin þar sem hann var aftur kominn í vinnu hjá Reykjavíkurapóteki strax eftir dvöl á geðveikrahæli.“ Fjölskyldan í Dillonshúsi alltaf með okkur Spurð hvort hún finni ekki fyrir reiði segist Sigríður Dúa alltaf reyna að horfa á verknaðinn sömu augum og amma sín hafi gert. Sigríður sem missti dóttur sína Huldu og þrjú barnabörn á einu bretti. Sigríður Ögmundsdóttir í kringum árið 1950.aðsend „Fólkið mitt var og eru einstaklega góðar manneskjur, virkilega ljúft við allt og alla. Það er í raun ekki fyrr en núna sem ég átta mig á að sennilega lögðu þau sig fram við að vera einstaklega almennileg því þau vissu svo vel að allir gátu horfið á augabragði. Æífið er hverfult og enginn veit sinn næturstað.“ Hvernig var unnið með þetta í fjölskyldunni? „Við töluðum saman. Ég hef vitað þetta alla ævi. Myndir af fjölskyldunni voru alltaf upp á vegg með öðrum fjölskyldumyndum. Sögur voru sagðar af þeim eins og öðrum í fjölskyldunni. Spurningum mínum svarað og ekki farið í feluleik með hluti. Fjölskyldan í Dillonshúsi var einhvern veginn alltaf með okkur þó að þau væru farin. Partur af fjölskyldunni, partur af okkur.“ Fjörutíu ára löng skrif Sjálf hefur Sigríður Dúa ekki setið auðum höndum en hún er menntaður félagsráðgjafi og framhaldsskólakennari. „Ég vann við kennslu lengst af en veiktist af Lúpus SLE sem er gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdómur og ræðst bæði á liði og líffæri. Það setti líf mitt á hliðina og ég varð að hætta að vinna. Þegar ég á góða daga nýt ég mín best við það að skrifa ásamt því að vatnslita. Sigríður Dúa segir mikilvægt að halda minningu fjölskyldu sinnar á lofti.Vilhelm/Vísir Í dag á ég tvær útgefnar barna- og unglingabækur og er meðlimur í Vatnslitafélagi Reykjavíkur. Ég hef alla tíð skrifað og ort. Þegar ég var um ellefu ára birtist fyrsta ljóðið eftir mig opinberlega. Það var í Morgunblaðinu fyrir tilstuðlan ömmu sem lét senda ljóðið inn. Þegar ég hugsa til baka, get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort hún hafi strax þarna verið farin að búa mig undir að skrifa sögu hennar og Huldu Karenar dóttur sinnar. Ég var tvítug þegar hún nefndi það fyrst við mig að skrifa sögu þeirra og þá skrifaði ég niður fyrstu punktana um líf hennar, Huldu Karenar og barna Huldu. Um svipað leyti fór Ásdís dóttir hennar líka að nefna við mig að segja sögu Huldu og barnanna. Þau máttu ekki gleymast, hefðu átt líf og verið elskuð. Því má í raun segja að það séu fjörutíu ár frá því ég hóf að skrifa þessa bók sem er ævisaga Sigríðar ömmu minnar, og Huldu Karenar dóttur hennar.“ Ár sem færðu henni bæði sársauka og gleði Bókin ber heitið Morðin í Dillonshúsi. Frásögnin hefst þegar Sigríður er ung stúlka án baklands í Reykjavík. „Nokkrum árum fyrr hafði heimili foreldra hennar, Hella í Beruvík á Snæfellsnesi, brunnið.“ Nánar tiltekið árið 1910 þegar Sigríður var þrettán ára. „Fjölskyldan bjargaðist öll út lifandi, en þessa nótt lauk æsku ömmu minnar og eldri systkinanna. Þau voru send af stað út í lífið. Sigríður átti erfið ár í Reykjavík. Ár sem færðu henni bæði sársauka og gleði,“ segir Sigríður Dúa. Hulda Karen með Magnús Sigurðsson.aðsend „Í gegnum allt sem lífið henti í hana hélt hún dóttur sinni Huldu Kareni hjá sér. Svo kom að því að hún kynntist afa mínum, Karli Dúasyni frá Langhúsum í Fljótum. Þau fluttu saman til Siglufjarðar og hann byggði þar húsið Hvanneyrarhlíð,“ segir Sigríður Dúa. Húsið átti eftir að eyðileggjast löngu síðar í snjóflóði á jóladag 1963, sem betur fer mannlaust. „Fjölskyldan stækkaði og árin á Siglufirði liðu áfram. Það er þar sem Hulda Karen kynntist manni sínum, Sigurði Magnússyni lyfjafræðingi. En þau voru bæði ung og hann í sumarvinnu fyrir norðan sem hlaupamaður á plönum. Þau giftu sig og eignuðust þrjú yndisleg börn, Magnús, Sigríði Dúu og Ingibjörgu Stefaníu. Það fór að bera á veikindum hjá Sigurði, en svo var það á heimili þeirra Dillonshúsi við Suðurgötu 2 í Reykjavík sem hið óhugsandi gerist.“ Stærsta morðmál síðustu aldar á Íslandi Bókin er byggð á viðtölum við þá sem lifðu þessa atburði, svo og persónulegum bréfaskriftum fjölskyldu Sigríðar Dúu. Hún segir auk þess gríðarlega heimildavinnu liggja að baki en í bókinni er mikið af ljósmyndum úr hennar einkasafni. Dillonshús stóð lengi á horni Suðurgötu og Túngötu í Reykjavík, Suðurgötu 2. Húsið var flutt í Árbæjarsafn árið 1961.Fornleifanefnd Spurð hvernig hafi gengið að fá bókina gefna út segist Sigríður Dúa ekki hafa átt í neinum vandræðum enda efnið einstakt hér á landi. Saga sem endar á stærsta morðmáli síðustu aldar á Íslandi en snýst þó ekki bara um þann atburð. „Auðvitað markaði þetta alla mína fjölskyldu fyrir lífstíð en hér er líka á ferðinni merkileg saga ömmu minnar. Fjölskyldan í Dillonshúsi er jörðuð saman í Fossvogskirkjugarði. Ásdís hugsaði alla tíð um leiðið þeirra og tók mig með til að aðstoða sig frá því ég gat staðið í lappirnar. Hún lét taka frá leiði fyrir sig hjá þeim þegar þau dóu, og nú hvílir hún líka hjá þeim, ásamt Áslaugu tvíburasystur sinni og tveimur litlum börnum. Nú hugsum við Ásdís dóttir mín áfram um leiðið.“ Bókaútgáfa Reykjavík Höfundatal Helgarviðtal Mest lesið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Beinir ríkisstyrkir ekkert endilega eina svarið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Sjá meira
Saman áttu hjónin Sigurður (35) og kona hans, Hulda Karen Larsen (33), þrjú börn á aldrinum þriggja til sex ára, þau Magnús, Sigríði Dúu og Ingibjörgu Stefaníu. Ásdís, systir Huldu Karenar bjó hjá fjölskyldunni en var í vinnu þegar morðin voru framin. Systurdóttir Huldu Karenar, Sigríður Dúa Goldsworthy, fæddist tíu árum eftir þetta stærsta morðmál síðustu aldar á Íslandi. Raunveruleikinn ótrúlegri en uppspuni Sigríður Dúa gaf nýverið út bókina Morðin í Dillonshúsi sem byggir á atburðarásinni eins og hún blasti við Ásdísi, þegar hún kom að fjölskyldumeðlimum sínum látnum á heimili þeirra. Amma Sigríðar Dúu og móðir Huldu Karenar hét Sigríður Ögmundsdóttir, sem missti þennan hörmulega dag dóttur sína og þrjú barnabörn á einu bretti. Sigríður Ögmunds. Ásdís Karlsdóttir og Sigríður Dúa.aðsend „Þetta er saga ömmu minnar Sigríðar Ögmundsdóttur og er allt í senn ástarsaga, örlaga- og sorgarsaga. Oft á tíðum er atburðarásin slík að manni gæti helst dottið til hugar að um skáldskap væri að ræða. En stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en uppspuni og það sem á sumt fólk er lagt er af þeirri stærðargráðu að við hin eigum erfitt með að skilja það.“ Sleppt fársjúkum út af Kleppi Sigurður, maður Huldu, var virtur lyfjafræðingur. Afi hans í móðurætt var Magnús Stephensen landshöfðingi og Magnús Sigurðsson faðir hans var bankastjóri Landsbankans og bróðir Jóns Hjaltalíns fyrrverandi landlæknis. Hann var af fínu fólki. „Það voru geðræn vandamál sem hrjáðu Sigurð. Ljóst er að sú staðreynd lagðist illa í hann. Fínt fólk á ekki að verða geðveikt. Ég áætla að sú hugsun hafi truflað meðferð hans sem varð til þess að honum var sleppt út af Kleppi þrátt fyrir að vera fársjúkur. Honum hefur eflaust þótt smán í því að viðurkenna sín andlegu veikindi og gat ekki hugsað sér að lifa við það. Svo er það hitt að hann hafði þá ranghugsun eins og ef til vill margir menn á þessum tíma, árið 1953, að hann ætti fjölskyldu sína og mætti þar af leiðandi gera það sem honum sýndist við þau. Myrti þau með blásýru Í bók sinni, In Control, talar breski afbrotafræðingurinn Jane Monckton Smith um fjölskyldumorð og það hvernig þessi hugsun um eignarhald sé hættuleg fjölskyldumeðlimum. Í þessum brenglaða hugsunargangi virðist Sigurður komast á þá skoðun að úr því að hann hafi ekki viljað lifa lengur hefði hann rétt á að taka þeirra líf líka. Auðvitað er þetta samt bara mín skoðun um það hvað lá að baki því að Sigurður framdi þennan hræðilega glæp. Hins vegar er það alveg skjalfest að hann þjáðist af geðveiki og myrti þau með blásýru enda hæg heimatökin þar sem hann var aftur kominn í vinnu hjá Reykjavíkurapóteki strax eftir dvöl á geðveikrahæli.“ Fjölskyldan í Dillonshúsi alltaf með okkur Spurð hvort hún finni ekki fyrir reiði segist Sigríður Dúa alltaf reyna að horfa á verknaðinn sömu augum og amma sín hafi gert. Sigríður sem missti dóttur sína Huldu og þrjú barnabörn á einu bretti. Sigríður Ögmundsdóttir í kringum árið 1950.aðsend „Fólkið mitt var og eru einstaklega góðar manneskjur, virkilega ljúft við allt og alla. Það er í raun ekki fyrr en núna sem ég átta mig á að sennilega lögðu þau sig fram við að vera einstaklega almennileg því þau vissu svo vel að allir gátu horfið á augabragði. Æífið er hverfult og enginn veit sinn næturstað.“ Hvernig var unnið með þetta í fjölskyldunni? „Við töluðum saman. Ég hef vitað þetta alla ævi. Myndir af fjölskyldunni voru alltaf upp á vegg með öðrum fjölskyldumyndum. Sögur voru sagðar af þeim eins og öðrum í fjölskyldunni. Spurningum mínum svarað og ekki farið í feluleik með hluti. Fjölskyldan í Dillonshúsi var einhvern veginn alltaf með okkur þó að þau væru farin. Partur af fjölskyldunni, partur af okkur.“ Fjörutíu ára löng skrif Sjálf hefur Sigríður Dúa ekki setið auðum höndum en hún er menntaður félagsráðgjafi og framhaldsskólakennari. „Ég vann við kennslu lengst af en veiktist af Lúpus SLE sem er gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdómur og ræðst bæði á liði og líffæri. Það setti líf mitt á hliðina og ég varð að hætta að vinna. Þegar ég á góða daga nýt ég mín best við það að skrifa ásamt því að vatnslita. Sigríður Dúa segir mikilvægt að halda minningu fjölskyldu sinnar á lofti.Vilhelm/Vísir Í dag á ég tvær útgefnar barna- og unglingabækur og er meðlimur í Vatnslitafélagi Reykjavíkur. Ég hef alla tíð skrifað og ort. Þegar ég var um ellefu ára birtist fyrsta ljóðið eftir mig opinberlega. Það var í Morgunblaðinu fyrir tilstuðlan ömmu sem lét senda ljóðið inn. Þegar ég hugsa til baka, get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort hún hafi strax þarna verið farin að búa mig undir að skrifa sögu hennar og Huldu Karenar dóttur sinnar. Ég var tvítug þegar hún nefndi það fyrst við mig að skrifa sögu þeirra og þá skrifaði ég niður fyrstu punktana um líf hennar, Huldu Karenar og barna Huldu. Um svipað leyti fór Ásdís dóttir hennar líka að nefna við mig að segja sögu Huldu og barnanna. Þau máttu ekki gleymast, hefðu átt líf og verið elskuð. Því má í raun segja að það séu fjörutíu ár frá því ég hóf að skrifa þessa bók sem er ævisaga Sigríðar ömmu minnar, og Huldu Karenar dóttur hennar.“ Ár sem færðu henni bæði sársauka og gleði Bókin ber heitið Morðin í Dillonshúsi. Frásögnin hefst þegar Sigríður er ung stúlka án baklands í Reykjavík. „Nokkrum árum fyrr hafði heimili foreldra hennar, Hella í Beruvík á Snæfellsnesi, brunnið.“ Nánar tiltekið árið 1910 þegar Sigríður var þrettán ára. „Fjölskyldan bjargaðist öll út lifandi, en þessa nótt lauk æsku ömmu minnar og eldri systkinanna. Þau voru send af stað út í lífið. Sigríður átti erfið ár í Reykjavík. Ár sem færðu henni bæði sársauka og gleði,“ segir Sigríður Dúa. Hulda Karen með Magnús Sigurðsson.aðsend „Í gegnum allt sem lífið henti í hana hélt hún dóttur sinni Huldu Kareni hjá sér. Svo kom að því að hún kynntist afa mínum, Karli Dúasyni frá Langhúsum í Fljótum. Þau fluttu saman til Siglufjarðar og hann byggði þar húsið Hvanneyrarhlíð,“ segir Sigríður Dúa. Húsið átti eftir að eyðileggjast löngu síðar í snjóflóði á jóladag 1963, sem betur fer mannlaust. „Fjölskyldan stækkaði og árin á Siglufirði liðu áfram. Það er þar sem Hulda Karen kynntist manni sínum, Sigurði Magnússyni lyfjafræðingi. En þau voru bæði ung og hann í sumarvinnu fyrir norðan sem hlaupamaður á plönum. Þau giftu sig og eignuðust þrjú yndisleg börn, Magnús, Sigríði Dúu og Ingibjörgu Stefaníu. Það fór að bera á veikindum hjá Sigurði, en svo var það á heimili þeirra Dillonshúsi við Suðurgötu 2 í Reykjavík sem hið óhugsandi gerist.“ Stærsta morðmál síðustu aldar á Íslandi Bókin er byggð á viðtölum við þá sem lifðu þessa atburði, svo og persónulegum bréfaskriftum fjölskyldu Sigríðar Dúu. Hún segir auk þess gríðarlega heimildavinnu liggja að baki en í bókinni er mikið af ljósmyndum úr hennar einkasafni. Dillonshús stóð lengi á horni Suðurgötu og Túngötu í Reykjavík, Suðurgötu 2. Húsið var flutt í Árbæjarsafn árið 1961.Fornleifanefnd Spurð hvernig hafi gengið að fá bókina gefna út segist Sigríður Dúa ekki hafa átt í neinum vandræðum enda efnið einstakt hér á landi. Saga sem endar á stærsta morðmáli síðustu aldar á Íslandi en snýst þó ekki bara um þann atburð. „Auðvitað markaði þetta alla mína fjölskyldu fyrir lífstíð en hér er líka á ferðinni merkileg saga ömmu minnar. Fjölskyldan í Dillonshúsi er jörðuð saman í Fossvogskirkjugarði. Ásdís hugsaði alla tíð um leiðið þeirra og tók mig með til að aðstoða sig frá því ég gat staðið í lappirnar. Hún lét taka frá leiði fyrir sig hjá þeim þegar þau dóu, og nú hvílir hún líka hjá þeim, ásamt Áslaugu tvíburasystur sinni og tveimur litlum börnum. Nú hugsum við Ásdís dóttir mín áfram um leiðið.“
Bókaútgáfa Reykjavík Höfundatal Helgarviðtal Mest lesið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Beinir ríkisstyrkir ekkert endilega eina svarið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Sjá meira