Leikmaður Eagles skellti sér á Instagram í hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:46 Gainwell með boltann í leknum umtalaða gegn Washington Commanders. Vísir/Getty Kenneth Gainwell sem leikur með Philadelphia Eagles í NFL-deildinni virðist ekki hafa verið með einbeitinguna í botni í leik liðsins um helgina. Hann var mættur á Instagram í hálfleik í leiknum gegn Washington Commanders. Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa. NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa.
NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti