Körfubolti

Sektaður um nærri fimm milljónir fyrir dóna­legt fagn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Embiid hefur líklega ekki verið jafn kátur á svip þegar hann fékk sektina háu.
Embiid hefur líklega ekki verið jafn kátur á svip þegar hann fékk sektina háu. Vísir/Getty

Stórstjarnan Joel Embiid var í dag sektaður af forráðamönnum NBA-deildarinnar í körfuknattleik vegna fagns í leik Philadelphia gegn Portland.

Atvikið átti sér stað í lok þriðja leikhluta leiksins en Embiid er ein af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og algjör lykilmaður í liði Philadelphia 76´ers.

Embiid náði þá að skora með sniðskoti auk þess að fá villu á andstæðinginn og þar með vítaskot. Hann átti því möguleika á þriggja stiga sókn og fagnaði því á ansi sérstakan hátt.

Hinn 29 ára gamli Kamerúnmaður hoppaði þá fram og benti á kynfæri sín, fagn sem fjölbragðaglímukappinn Paul Michael Levesque var þekktur fyrir á tíunda áratug síðustu aldar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Embiid er sektaður fyrir akkúrat þetta fagn. Hann hefur notað það áður og í fyrra var hann sektaður um 25.000 dollara. Í þettta skiptið var sektin 35.000 dollarar sem gerir tæpar fimm miljónir íslenskra króna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×