Neitar að hafa beðist afsökunar og Mainz skilur ekkert Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 20:31 El Ghazi í leik með Mainz. Vísir/Getty Deila Anwar El Ghazi og þýska úrvalsdeildarliðsins Mainz virðist aftur vera komið í hnút. El Ghazi var á dögunum settur í agabann hjá félaginu vegna innleggs hans á samfélagsmiðlum um átökin á Gaza. Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023 Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023
Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira