Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 18:49 Casey Bloys forstjóri HBO á frumsýningu Game of Thrones House of the Dragon í fyrra. EPA Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira