Borgin hætti við að láta reyna á blöðruboltamál fyrir Hæstarétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 16:58 Borgarlögmaður féll frá áfrýjuninni daginn áður en málflutningur átti að fara fram. GETTY/MATT MCCLAIN Borgarlögmaður féll frá áfrýjun í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara, sem slasaðist í hópefli starfsmanna, daginn áður en málflutningur átti að vera fyrir Hæstarétti. Lögmaður kennarans segir ákvörðun borgarlögmanns hafa komið sér mjög á óvart. Slysið varð í september 2016 í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði á eftir og er varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Hæstiréttur samþykkti í mars síðastliðnum áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar en deilt var um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Borgin leitaði til Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur eins og um væri að ræða vinnuslys. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar og aftur til Landsréttar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að borgarlögmaður skyldi falla frá þessu, sérstaklega af því að það var í lok vinnudags daginn áður en málflutningur átti að fara fram fyrir Hæstarétti,“ segir Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður leikskólakennarans, en málið átti að taka fyrir 25. október síðastliðinn. Agnar segir engar skýringar hafa borist frá borgarlögmanni um ákvörðun sína en í aðdraganda þess hafi Hæstiréttur verið búinn að beina spurningum til aðila málsins sem rétturinn óskaði svara við. Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður, segir ákvörðun borgarlögmanns um að falla frá málinu hafa komið á óvart.Vísir „Það var búið að afla svara við þessum spurningum og þá vildi hann fá frekari svör við ákveðnum spurningum, sem var aflað svara við. Í kjölfarið virðist borgarlögmaður hafa metið það sem svo að Hæstiréttur væri ekki að fara að bæta neinu við dóm Landsréttar og falla frá áfrýjun í málinu. Með því stendur dómur Landsréttar.“ Er þetta fordæmisgefandi? „Þar sem dómur Landsréttar, sem flokkar þetta sem vinnuslys, stendur í málinu er hægt að horfa til þess ef upp koma sambærileg tilvik,“ segir Agnar. Hann fagnar niðurstöðunni. „Umbjóðandi minn hélt alan tímann fram að þetta væri vinnuslys enda gerðist þetta á vinnutíma á vinnustað en borgarlögmaður var ekki sammála því. Auðvitað gleðst ég fyrir hennar hönd og er sjálfur ánægður með þessa niðurstöðu.“ Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Leikskólar Tengdar fréttir Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. 30. mars 2023 15:31 Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Slysið varð í september 2016 í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði á eftir og er varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Hæstiréttur samþykkti í mars síðastliðnum áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar en deilt var um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Borgin leitaði til Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur eins og um væri að ræða vinnuslys. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar og aftur til Landsréttar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að borgarlögmaður skyldi falla frá þessu, sérstaklega af því að það var í lok vinnudags daginn áður en málflutningur átti að fara fram fyrir Hæstarétti,“ segir Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður leikskólakennarans, en málið átti að taka fyrir 25. október síðastliðinn. Agnar segir engar skýringar hafa borist frá borgarlögmanni um ákvörðun sína en í aðdraganda þess hafi Hæstiréttur verið búinn að beina spurningum til aðila málsins sem rétturinn óskaði svara við. Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður, segir ákvörðun borgarlögmanns um að falla frá málinu hafa komið á óvart.Vísir „Það var búið að afla svara við þessum spurningum og þá vildi hann fá frekari svör við ákveðnum spurningum, sem var aflað svara við. Í kjölfarið virðist borgarlögmaður hafa metið það sem svo að Hæstiréttur væri ekki að fara að bæta neinu við dóm Landsréttar og falla frá áfrýjun í málinu. Með því stendur dómur Landsréttar.“ Er þetta fordæmisgefandi? „Þar sem dómur Landsréttar, sem flokkar þetta sem vinnuslys, stendur í málinu er hægt að horfa til þess ef upp koma sambærileg tilvik,“ segir Agnar. Hann fagnar niðurstöðunni. „Umbjóðandi minn hélt alan tímann fram að þetta væri vinnuslys enda gerðist þetta á vinnutíma á vinnustað en borgarlögmaður var ekki sammála því. Auðvitað gleðst ég fyrir hennar hönd og er sjálfur ánægður með þessa niðurstöðu.“
Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Leikskólar Tengdar fréttir Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. 30. mars 2023 15:31 Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. 30. mars 2023 15:31
Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01
Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55