„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2023 15:05 Jóna Fanney Friðriksdóttir formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna og Snorri Steinn Sigurðsson einn þeirra stjórnarmanna sem kröfðust afsagnar hennar á mánudaginn. Vísir/Samsett Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór. Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór.
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira