Foreldrar á Selfossi óánægðir með yfirtöku Hjallastefnu á leikskóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:26 Árbær er sjö deilda leikskóli á Selfossi. Árborg rekur nú sex leikskóla en Hjallastefnan tekur Árbæ yfir frá og með mánaðamótum. Árborg Nokkurrar óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Árbæ á Selfossi, sem fengu tilkynningu 26. október síðastliðinn um að skólinn yrði Hjallastefnuleikskóli frá og með 2. nóvember. „Þetta er í raun bara skerðing á leikskólaplássum,“ segir ein móðir sem fréttastofa ræddi við. Önnur segir að verið sé að bjóða börnunum upp á að vakna upp einn daginn og fara í allt annan leikskóla en þau séu vön, þar sem stór munur sé á stefnu Árbæjar hingað til og Hjallastefnunni. Forsaga málsins er sú að í lok september barst foreldrum í Árborg erindi frá bæjaryfirvöldum þar sem farið var yfir stöðu leikskólamála í sveitafélaginu, þar sem skortur hefur verið á plássum. Þá fygldi með könnun, þar sem spurt var um afstöðu þeirra til þess að fá Hjallastefnuleikskóla í flóruna. „Þeir foreldrar sem ég talaði við og samstarfsfólk svaraði þessari spurningu með það í huga að það ætti að fjölga leikskólunum. Að þetta væri lausnin, svo það væri hægt að taka inn börn á biðlistum og yngri börn,“ segir Elísabet Kristín Kristmundsóttir grunnskólakennari og móðir drengs í Árbæ. Í umræðum sem skapast hafa um málið í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi“ er enda bent á að talað hafi verið um „viðbót“ í erindinu, sem var undirritað af Fjólu S. Kristinsdóttur bæjarstjóra. Þar stóð meðal annars: „Meðfylgjandi er könnun sem kannar hug foreldra til þess að fá leikskóla í sveitarfélagið sem starfar eftir og verður rekinn af Hjallastefnunni sem er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Með þeirri viðbót við þá leikskóla sem þegar eru reknir af sveitarfélaginu er verið að auka við val foreldra að velja sér þá stefnu sem leikskólar starfa eftir. Einnig er verið að virða val foreldra og efla íbúalýðræði.“ Skerðing, ekki aukning Ljóst er að foreldrum finnst þeir hafa verið blekktir og val þeirra síður en svo virt en Erika Laue, sem á dóttur í Árbæ, segir að með þessari tilhögun sé í raun verið að skerða bæði leikskólapláss og val foreldra. „Það var enginn að búast við því að einum leikskólanum yrði breytt í Hjallastefnuleikskóla,“ segir Erika en Árborg rekur nú sex leikskóla alls. „Við héldum að það væri verið að opna nýjan leikskóla og að foreldrar gætu þá ráðið hvort þeir sendu börnin þangað eða ekki. En þau voru sem sagt bara að spá í að breyta einum leikskólanum og það vantar leikskólapláss. Dóttir mín komst til dæmis ekki inn fyrr en tveggja og hálfs árs. Þannig að þetta er í raun bara skerðing á plássum,“ segir Erika og vísar þar til þess að margir foreldrar vilji ekki setja eigin börn á Hjallastefnuleikskóla. Plássum fyrir þau muni fækka eftir breytinguna. Rekstur Árborgar er í járnum og 54 starfsmönnum sagt upp fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Breytingin var samþykkt í bæjarráði 25. október síðastliðinn, foreldrum tilkynnt um hana með tölvupósti 26. október og greint frá málinu í Sunnlenska 27. október. Erika segist alls ekki vilja að dóttir sín sé á Hjallastefnuleikskóla en hennar bíði nú tveir valkostir, báðir slæmir; að hafa barnið áfram í Árbæ gegn vilja sínum eða taka það úr því umhverfi sem það þekkir og frá vinum sínum. Vill ekki að verið sé að hræra í krílunum Elísabet á yngri son sem hún segist geta hugsað sér að setja á Hjallastefnuleikskóla en hún er einnig gagnrýnin á hraðar breytingar hjá börnum sem séu búin að venjast allt öðru en Hjallastefnan gengur út á. Hjallastefnan sé gjörólík þeirri stefnu sem nú sé við lýði í Árbæ; kynin aðskilin og skólabúningar. „Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um það hversu miklar breytingarnar verða núna,“ segir Elísabet en samkvæmt hennar heimildum eigi nýr leikskólastjóri Hjallastefnunar að taka við á fimmtudaginn en reksturinn ekki að færast alfarið undir Hjallastefnuna fyrr en næsta sumar. „Sem foreldri þá vill maður ekkert að það sé verið að hræra mikið í þessum krílum um miðjan vetur, sum nýbúin í aðlögun eða að venjast nýrri deild,“ bætir Elísabet við. Þá vakni spurningar um það hvað yfirvöld hyggjast gera ef fjöldi foreldra þiggur boð um flutning vegna breytinganna. „Maður spyr sig hvert þau ætla að senda þessi börn ef það eru kannski foreldrar 50 barna sem óska eftir flutningi... hvert á að setja þau,“ segir Elísabet. „Hvort þau séu að vona að einhverjir vilji færa börnin sín yfir á Hjallastefnuleikskóla.“ Starfandi leikskólastjóri neitar að tjá sig Boðað hefur verið til fundar með foreldrum í kvöld til að kynna og fara yfir breytingarnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmönnum Árbæjar hafi verið boðið að starfa þar áfram en ekki er vitað hvort þeim var einnig boðið að flytja sig um set, líkt og foreldrum barnanna. Harpa Dan Þorgeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og starfandi leikskólastjóri Árbæjar vildi ekki svara spurningum um málið þegar eftir því var leitað. Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Þetta er í raun bara skerðing á leikskólaplássum,“ segir ein móðir sem fréttastofa ræddi við. Önnur segir að verið sé að bjóða börnunum upp á að vakna upp einn daginn og fara í allt annan leikskóla en þau séu vön, þar sem stór munur sé á stefnu Árbæjar hingað til og Hjallastefnunni. Forsaga málsins er sú að í lok september barst foreldrum í Árborg erindi frá bæjaryfirvöldum þar sem farið var yfir stöðu leikskólamála í sveitafélaginu, þar sem skortur hefur verið á plássum. Þá fygldi með könnun, þar sem spurt var um afstöðu þeirra til þess að fá Hjallastefnuleikskóla í flóruna. „Þeir foreldrar sem ég talaði við og samstarfsfólk svaraði þessari spurningu með það í huga að það ætti að fjölga leikskólunum. Að þetta væri lausnin, svo það væri hægt að taka inn börn á biðlistum og yngri börn,“ segir Elísabet Kristín Kristmundsóttir grunnskólakennari og móðir drengs í Árbæ. Í umræðum sem skapast hafa um málið í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi“ er enda bent á að talað hafi verið um „viðbót“ í erindinu, sem var undirritað af Fjólu S. Kristinsdóttur bæjarstjóra. Þar stóð meðal annars: „Meðfylgjandi er könnun sem kannar hug foreldra til þess að fá leikskóla í sveitarfélagið sem starfar eftir og verður rekinn af Hjallastefnunni sem er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Með þeirri viðbót við þá leikskóla sem þegar eru reknir af sveitarfélaginu er verið að auka við val foreldra að velja sér þá stefnu sem leikskólar starfa eftir. Einnig er verið að virða val foreldra og efla íbúalýðræði.“ Skerðing, ekki aukning Ljóst er að foreldrum finnst þeir hafa verið blekktir og val þeirra síður en svo virt en Erika Laue, sem á dóttur í Árbæ, segir að með þessari tilhögun sé í raun verið að skerða bæði leikskólapláss og val foreldra. „Það var enginn að búast við því að einum leikskólanum yrði breytt í Hjallastefnuleikskóla,“ segir Erika en Árborg rekur nú sex leikskóla alls. „Við héldum að það væri verið að opna nýjan leikskóla og að foreldrar gætu þá ráðið hvort þeir sendu börnin þangað eða ekki. En þau voru sem sagt bara að spá í að breyta einum leikskólanum og það vantar leikskólapláss. Dóttir mín komst til dæmis ekki inn fyrr en tveggja og hálfs árs. Þannig að þetta er í raun bara skerðing á plássum,“ segir Erika og vísar þar til þess að margir foreldrar vilji ekki setja eigin börn á Hjallastefnuleikskóla. Plássum fyrir þau muni fækka eftir breytinguna. Rekstur Árborgar er í járnum og 54 starfsmönnum sagt upp fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Breytingin var samþykkt í bæjarráði 25. október síðastliðinn, foreldrum tilkynnt um hana með tölvupósti 26. október og greint frá málinu í Sunnlenska 27. október. Erika segist alls ekki vilja að dóttir sín sé á Hjallastefnuleikskóla en hennar bíði nú tveir valkostir, báðir slæmir; að hafa barnið áfram í Árbæ gegn vilja sínum eða taka það úr því umhverfi sem það þekkir og frá vinum sínum. Vill ekki að verið sé að hræra í krílunum Elísabet á yngri son sem hún segist geta hugsað sér að setja á Hjallastefnuleikskóla en hún er einnig gagnrýnin á hraðar breytingar hjá börnum sem séu búin að venjast allt öðru en Hjallastefnan gengur út á. Hjallastefnan sé gjörólík þeirri stefnu sem nú sé við lýði í Árbæ; kynin aðskilin og skólabúningar. „Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um það hversu miklar breytingarnar verða núna,“ segir Elísabet en samkvæmt hennar heimildum eigi nýr leikskólastjóri Hjallastefnunar að taka við á fimmtudaginn en reksturinn ekki að færast alfarið undir Hjallastefnuna fyrr en næsta sumar. „Sem foreldri þá vill maður ekkert að það sé verið að hræra mikið í þessum krílum um miðjan vetur, sum nýbúin í aðlögun eða að venjast nýrri deild,“ bætir Elísabet við. Þá vakni spurningar um það hvað yfirvöld hyggjast gera ef fjöldi foreldra þiggur boð um flutning vegna breytinganna. „Maður spyr sig hvert þau ætla að senda þessi börn ef það eru kannski foreldrar 50 barna sem óska eftir flutningi... hvert á að setja þau,“ segir Elísabet. „Hvort þau séu að vona að einhverjir vilji færa börnin sín yfir á Hjallastefnuleikskóla.“ Starfandi leikskólastjóri neitar að tjá sig Boðað hefur verið til fundar með foreldrum í kvöld til að kynna og fara yfir breytingarnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmönnum Árbæjar hafi verið boðið að starfa þar áfram en ekki er vitað hvort þeim var einnig boðið að flytja sig um set, líkt og foreldrum barnanna. Harpa Dan Þorgeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og starfandi leikskólastjóri Árbæjar vildi ekki svara spurningum um málið þegar eftir því var leitað.
Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira