Við hendum of miklu af mat Bergrún Ólafsdóttir skrifar 31. október 2023 12:31 Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Matvöruverslun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar