Má mótmæla stríðsglæpum? Guttormur Þorsteinsson skrifar 31. október 2023 09:01 Síðustu vikur hefur verið boðað til allmargra mótmæla gegn árásum Ísraelshers á Gasasvæðið enda full þörf á því að sýna samstöðu með Palestínu, knýja stjórnvöld til að taka afstöðu gegn árásunum og láta umheiminn vita að okkur stendur ekki á sama. Við mótmælum hersetu, stríðsglæpum og morðum á börnum. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram og verið sótt af fjölbreyttum hópi fólks enda ekki við öðru að búast. Sem betur fer hefur ekki verið lagður steinn í götu þeirra hér á landi en það sama er ekki hægt að segja annars staðar á Vesturlöndum. Þrátt fyrir meinta lýðræðisást og virðingu fyrir mannréttindum kepptust leiðtogar Evrópu við að lýsa yfir stuðningi við rétt Ísraels til að verja sig í saman mund og verið var að sprengja skóla, spítala og helgistaði. Mótmælum gegn þessum augljósu stríðsglæpum, sem bætast ofan á hina glæpsamlegu hersetu og herkví sem Palestínumönnum hefur verið haldið í síðustu áratugi, voru svo sett mikil takmörk í mörgum löndum. Bönn við mótmælum í Evrópu Í Þýskalandi hefur lögum um helfararafneitun verið misbeitt til að þagga niður í stuðningsmönnum Palestínu, mótmæli hafa verið bönnuð í Berlín og Hamborg og jafnvel sett bann við því að flagga fánum Palestínu eða ganga með kaffíur. Íbúar Neukölln af arabískum ættum létu það ekki stoppa sig en fengu þá yfir sig holskeflu lögregluofbeldis þar sem mátti m.a. sjá sérsveitarmenn traðka á kertum til minningar um fórnarlömbin á Gasa. Á bókamessunni í Frankfúrt var svo verðlaunaafhendingu aflýst þar sem vinningshafinn Adania Shibli er palestínsk og bókin hennar fjallar um Nakba, þjóðernishreinsanirnar gegn Palestínumönnum við stofnun Ísraelsríkis. Þessu mótmæltu fjölmargir rithöfundar enda skammarlegt að setja samasemmerki á milli hennar og ódæðisverka vígasveita Hamas. Í Frakklandi gerðu stjórnvöld tilraun til að banna öll mótmæli til stuðnings Palestínu en voru gerð afturreka af dómstólum. Sveitarstjórnum er þó enn leyft að banna einstök mótmæli á óljósum forsendum. Í Vínarborg í Austurríki voru mótmæli líka bönnuð vegna slagorðsins “Palestína verður frjáls, frá ánni til hafsins” sem notað var til að auglýsa viðburðinn vegna þess að það fæli í sér gyðingahatur en það er af og frá að það sé algild túlkun. Í Bretlandi hafa enn ekki verið sett viðlíka takmörk við mótmælum en innanríkisráðherrann hefur hótað því, sem og að handtaka þá sem veifa Palestínufánum eða kalla áðurnefnt slagorð. Offors breskra yfirvalda hefur meira að segja teygt sig til Íslands því að Craig Murray, fyrrverandi sendiherra Bretlands sem hefur verið gagnrýninn á utanríkisstefnu heimalands síns, var tekinn höndum við heimkomuna í krafti hryðjuverkalaga og m.a. yfirheyrður um þátttöku sína í mótmælunum við Austurvöll til stuðnings Palestínu 15. Október. Handtökur og brottrekstur í Bandaríkjunum Ef það er til eitthvað sem heitir slaufunarmenning í Bandaríkjunum þá á hún einna helst við um stuðningsmenn málstaðar Palestínu. Minnsta gagnrýni á framferði Ísraelsríkis getur sett störf kennara, blaðamanna og fleiri í hættu og þrátt fyrir stjórnarskrárbundinn rétt til tjáningarfrelsis hafa borgir og ríki nánast bannað BDS hreyfinguna sem berst fyrir friðsamlegri sniðgöngu á Ísraelsríki. Almenningsálitið hefur þó snúist á sveif með Palestínumönnum síðustu ár eftir því sem glæpir Ísraelsríkis hafa orðið augljósari. Nýverið skipulögðu t.d. samtökin Jewish Voice for Peace (Rödd gyðinga fyrir friði) mótmælasetu á Grand Central lestarstöðinni í New York til að krefjast vopnahlés. Þessum friðsömu mótmælum var svarað með grófri valdbeytingu þar sem lögreglumenn handjárnuðu hundruðir mótmælenda og hrúguðu þeim upp í rútur til handtöku á meðan þeir kölluðu æðrulausir eftir vopnahléi Rétturinn til að verja sig Það kemur ekki á óvart að Bandaríkin sem hafa löngum varið Ísraelsríki fyrir allri gagnrýni styðji gjöreyðingarherferð þess gegn Gasasvæðinu og berji niður allar mótbárur, heima sem erlendis. Það sem kemur meira á óvart er hversu eindreigin stuðningur Evrópuríkja hefur verið við loftárásir og stríðsglæpi Ísraels undir möntrunni um að “Ísrael hafi rétt til að verja sig”. Það hefur sérhvert ríki auðvitað en Ísraelsher var of upptekinn við að berja á Vesturbakkanum til að verja almenna borgara gegn hryðjuverkunum 7. október. Loftárásir á óbreytta borgara og eyðilegging á öllum innviðum til að hefna fyrir þessi ódæðisverk, eins hrikaleg og þau voru, geta hins vegar aldrei fallið undir réttinn til sjálfsvarnar. Þetta sér almenningur á Vesturlöndum þó að stjórnvöld geri það ekki. Það að fólk hafi látið í sér heyra þrátt fyrir bönn og skoðanakúgun á eflaust þátt í því að stjórnmálamenn hafa þurft að skrúfa örlítið niður í stuðningsyfirlýsingum sínum við ísraelsk stjórnvöld sem gefa út sífellt eindreignari viljayfirlýsingar um manndráp og þjóðernishreinsanir. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum ættu alvarlega að endurhugsa stuðning sinn eða afstöðuleysi og krefjast vopnahlés nú þegar innrás landhersins á Gasa er hafin og öfl innan Ísraels stefna að því að drepa eða hrekja á brott sem flesta íbúa svæðisins. Mikilvægi mótmæla Vaxandi gyðingahatur, hvort sem það er vegna átakanna eða útbreiðslu samsæriskenninga öfgahægrisins, er svo sannarlega ógn sem þarf að taka alvarlega en það getur aldrei verið réttlæting fyrir því að banna kröfur um mannréttindi, virðingu og tilverurétt Palestínumanna. Slík bönn auka bara líkurnar á því að gremja fólks fái útrás með skaðlegri hætti. Múslimahatur er ekki síður stórt vandamál á Vesturlöndum og eins og sést á viðbrögðum stjórnvalda hefur það mun meiri hljómgrunn á meðal ráðamanna. Ef það er eitthvað sem við þurfum þá eru það fjölmennari og tíðari mótmæli til þess að fá stjórnvöld á Vesturlöndum til þess að setja raunverulega þrýsting á Ísraelsríki að hætta loftárásum sínum, semja um vopnahlé, hætta landtöku og hernámi og stefna að réttlátri og friðsamlegri sambúð við Palestínumenn. Ef við nýtum ekki rétt okkar til að mótmæla núna er alls ekkert víst að við fáum að gera það næst. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur verið boðað til allmargra mótmæla gegn árásum Ísraelshers á Gasasvæðið enda full þörf á því að sýna samstöðu með Palestínu, knýja stjórnvöld til að taka afstöðu gegn árásunum og láta umheiminn vita að okkur stendur ekki á sama. Við mótmælum hersetu, stríðsglæpum og morðum á börnum. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram og verið sótt af fjölbreyttum hópi fólks enda ekki við öðru að búast. Sem betur fer hefur ekki verið lagður steinn í götu þeirra hér á landi en það sama er ekki hægt að segja annars staðar á Vesturlöndum. Þrátt fyrir meinta lýðræðisást og virðingu fyrir mannréttindum kepptust leiðtogar Evrópu við að lýsa yfir stuðningi við rétt Ísraels til að verja sig í saman mund og verið var að sprengja skóla, spítala og helgistaði. Mótmælum gegn þessum augljósu stríðsglæpum, sem bætast ofan á hina glæpsamlegu hersetu og herkví sem Palestínumönnum hefur verið haldið í síðustu áratugi, voru svo sett mikil takmörk í mörgum löndum. Bönn við mótmælum í Evrópu Í Þýskalandi hefur lögum um helfararafneitun verið misbeitt til að þagga niður í stuðningsmönnum Palestínu, mótmæli hafa verið bönnuð í Berlín og Hamborg og jafnvel sett bann við því að flagga fánum Palestínu eða ganga með kaffíur. Íbúar Neukölln af arabískum ættum létu það ekki stoppa sig en fengu þá yfir sig holskeflu lögregluofbeldis þar sem mátti m.a. sjá sérsveitarmenn traðka á kertum til minningar um fórnarlömbin á Gasa. Á bókamessunni í Frankfúrt var svo verðlaunaafhendingu aflýst þar sem vinningshafinn Adania Shibli er palestínsk og bókin hennar fjallar um Nakba, þjóðernishreinsanirnar gegn Palestínumönnum við stofnun Ísraelsríkis. Þessu mótmæltu fjölmargir rithöfundar enda skammarlegt að setja samasemmerki á milli hennar og ódæðisverka vígasveita Hamas. Í Frakklandi gerðu stjórnvöld tilraun til að banna öll mótmæli til stuðnings Palestínu en voru gerð afturreka af dómstólum. Sveitarstjórnum er þó enn leyft að banna einstök mótmæli á óljósum forsendum. Í Vínarborg í Austurríki voru mótmæli líka bönnuð vegna slagorðsins “Palestína verður frjáls, frá ánni til hafsins” sem notað var til að auglýsa viðburðinn vegna þess að það fæli í sér gyðingahatur en það er af og frá að það sé algild túlkun. Í Bretlandi hafa enn ekki verið sett viðlíka takmörk við mótmælum en innanríkisráðherrann hefur hótað því, sem og að handtaka þá sem veifa Palestínufánum eða kalla áðurnefnt slagorð. Offors breskra yfirvalda hefur meira að segja teygt sig til Íslands því að Craig Murray, fyrrverandi sendiherra Bretlands sem hefur verið gagnrýninn á utanríkisstefnu heimalands síns, var tekinn höndum við heimkomuna í krafti hryðjuverkalaga og m.a. yfirheyrður um þátttöku sína í mótmælunum við Austurvöll til stuðnings Palestínu 15. Október. Handtökur og brottrekstur í Bandaríkjunum Ef það er til eitthvað sem heitir slaufunarmenning í Bandaríkjunum þá á hún einna helst við um stuðningsmenn málstaðar Palestínu. Minnsta gagnrýni á framferði Ísraelsríkis getur sett störf kennara, blaðamanna og fleiri í hættu og þrátt fyrir stjórnarskrárbundinn rétt til tjáningarfrelsis hafa borgir og ríki nánast bannað BDS hreyfinguna sem berst fyrir friðsamlegri sniðgöngu á Ísraelsríki. Almenningsálitið hefur þó snúist á sveif með Palestínumönnum síðustu ár eftir því sem glæpir Ísraelsríkis hafa orðið augljósari. Nýverið skipulögðu t.d. samtökin Jewish Voice for Peace (Rödd gyðinga fyrir friði) mótmælasetu á Grand Central lestarstöðinni í New York til að krefjast vopnahlés. Þessum friðsömu mótmælum var svarað með grófri valdbeytingu þar sem lögreglumenn handjárnuðu hundruðir mótmælenda og hrúguðu þeim upp í rútur til handtöku á meðan þeir kölluðu æðrulausir eftir vopnahléi Rétturinn til að verja sig Það kemur ekki á óvart að Bandaríkin sem hafa löngum varið Ísraelsríki fyrir allri gagnrýni styðji gjöreyðingarherferð þess gegn Gasasvæðinu og berji niður allar mótbárur, heima sem erlendis. Það sem kemur meira á óvart er hversu eindreigin stuðningur Evrópuríkja hefur verið við loftárásir og stríðsglæpi Ísraels undir möntrunni um að “Ísrael hafi rétt til að verja sig”. Það hefur sérhvert ríki auðvitað en Ísraelsher var of upptekinn við að berja á Vesturbakkanum til að verja almenna borgara gegn hryðjuverkunum 7. október. Loftárásir á óbreytta borgara og eyðilegging á öllum innviðum til að hefna fyrir þessi ódæðisverk, eins hrikaleg og þau voru, geta hins vegar aldrei fallið undir réttinn til sjálfsvarnar. Þetta sér almenningur á Vesturlöndum þó að stjórnvöld geri það ekki. Það að fólk hafi látið í sér heyra þrátt fyrir bönn og skoðanakúgun á eflaust þátt í því að stjórnmálamenn hafa þurft að skrúfa örlítið niður í stuðningsyfirlýsingum sínum við ísraelsk stjórnvöld sem gefa út sífellt eindreignari viljayfirlýsingar um manndráp og þjóðernishreinsanir. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum ættu alvarlega að endurhugsa stuðning sinn eða afstöðuleysi og krefjast vopnahlés nú þegar innrás landhersins á Gasa er hafin og öfl innan Ísraels stefna að því að drepa eða hrekja á brott sem flesta íbúa svæðisins. Mikilvægi mótmæla Vaxandi gyðingahatur, hvort sem það er vegna átakanna eða útbreiðslu samsæriskenninga öfgahægrisins, er svo sannarlega ógn sem þarf að taka alvarlega en það getur aldrei verið réttlæting fyrir því að banna kröfur um mannréttindi, virðingu og tilverurétt Palestínumanna. Slík bönn auka bara líkurnar á því að gremja fólks fái útrás með skaðlegri hætti. Múslimahatur er ekki síður stórt vandamál á Vesturlöndum og eins og sést á viðbrögðum stjórnvalda hefur það mun meiri hljómgrunn á meðal ráðamanna. Ef það er eitthvað sem við þurfum þá eru það fjölmennari og tíðari mótmæli til þess að fá stjórnvöld á Vesturlöndum til þess að setja raunverulega þrýsting á Ísraelsríki að hætta loftárásum sínum, semja um vopnahlé, hætta landtöku og hernámi og stefna að réttlátri og friðsamlegri sambúð við Palestínumenn. Ef við nýtum ekki rétt okkar til að mótmæla núna er alls ekkert víst að við fáum að gera það næst. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar