Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amaroq til Kauphallarinnar. Þar kemur fram að nýju leyfin ná til alls 1.916,81 ferkílómetra svæði þar sem fyrirliggjandi rannsóknarsvæði er framlengt.
Segir að með nýja leitarsvæðinu stækki heildarrannsóknasvæði félagsins og nái það yfir meirihluta kopar-/IOCG-málmgrýtisbeltisins sem félagið sé búið að sýna fram á að geti verið á Suður-Grænlandi.
Leita að kopar og gulli
Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq, að þessi tvö nýju, spennandi og vænlegu námurannsóknaleyfi séu enn eitt merkið um framtíðarsýn félagsins og trú á Grænlandi sem uppsprettu dýrmætra jarðefna.
„Það er mér sönn ánægja að tilkynna stöðu Amaroq sem stærsta leyfishafa á Grænlandi, en nú erum við með sérleyfi sem nær til meirihluta kopar-/IOCG-málmgrýtisbeltisins
Þessi þróun er í samræmi við stefnuna um að tryggja okkur heimildir til jarðefnaleitar í beltum með gulli og öðrum dýrmætum jarðefnum á Suður-Grænlandi, til viðbótar við leyfin sem við höfum þegar á hendi. Við hyggjumst nota leyfin til að leita að kopar og öðrum verðmætum jarðefnum (rare earth elements) ásamt samstarfsaðila okkar, GCAM,“ segir Eldur.
Í tilkynningunni segir að nýju leyfin tvö taki til:
- „Nunarsuit – sem tengir saman mögulega koparvinnslu í Sava við fyrirliggjandi Josva-koparnámuna í Kobbermineburgt til vesturs, auk þess að taka til Nunarsuit, ókannaðs svæðis í Görðum, þar sem vitað er að sjaldgæf jarðefni og aðrir dýrmætir málmar (rare earth elements) kunni að finnast, og
- Paatusoq West – sem er vestur af Paatusaq í Görðum og þar sem möguleiki er á sjaldgæfum jarðefnum og öðrum dýrmætum málmum (rare earth elements).
Nú er fyrirtækið handhafi mikils meirihluti vinnsluleyfa á nýlega skilgreinda koparvinnslusvæðinu frá Kobberminebugt í vestri til Norður-Sava í austri. Á svæðinu kann að finnast kopar og mikilvægar jarðefnamyndanir á heimsmælikvarða, í formi skarns, IOCG- og porphry jarðlíkana módela. Þessi leyfi taka jafnframt til svæða á Gardaq-steinefnabeltinu með umtalsverðum möguleikum á vinnslu verðmætra málma (rare earth elements), svo sem Kvanefjeld og Tanbreez. Á næstu árum hyggst Amaroq halda rannsóknarverkefnum sínum áfram með tilstilli þessara og annarra leyfa í samstarfsverkefni sínu með GCAM,“ segir í tilkynningunni.
Amaroq Minerals var skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland í september síðastliðinn.