Handbolti

Alexander Peters­son lánaður til Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander er á leið í sandinn í Katar.
Alexander er á leið í sandinn í Katar. Vísir/Diego

Gamla brýnið Alexander Petersson hefur verið lánaður til handboltadeildar Al Arabi í Katar frá Val.

Þessu greina Valsarar frá á samfélagsmiðlum sínum í kvöld. Þar segir að Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, sé á leið til Katar á láni til að taka þátt í meistarabikar Asíu með Al Arabi.

„Lánssamningurinn gildir einungis í einn mánuð eða út nóvember. Þetta er spennandi tækifæri fyrir Alexander og óskum við honum að sjálfsögðu alls góðs í þessu verkefni,“ segir í yfirlýsingu Vals. Þar segir einnig að Valur reikni með að Alexander hefji leik meið liðinu á nýjan leik í desember.

Alexander lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir gríðarlega farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá hins vegar upp í sumar og hefur spilað með Val í Olís-deild karla það sem af er tímabili.

Valur er sem stendur á toppi deildarinnar og hefur Alexander skorað 22 mörk í 8 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×