Fótbolti

Messi kosinn bestur í áttunda sinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lionel Messi þarf að fara festa kaup á nýju húsi fyrir alla Gullboltana sína.
Lionel Messi þarf að fara festa kaup á nýju húsi fyrir alla Gullboltana sína. Twitter@ballondor

Argentínumaðurinn Lionel Messi hlaut í kvöld Gullboltann (Ballon d‘Or) fyrir að vera besti knattspyrnumaður í heimi. Þetta er í áttunda sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Hinn 36 ára gamli Messi leikur í dag fyrir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og það var því við hæfi að David Beckham, einn eigandi liðsins, veitti honum verðlaunin.

Messi stóð uppi sem Frakklandsmeistari með París Saint-Germain síðasta sumar en verðlaunin fær hann þó aðallega þar sem Argentína stóð uppi sem heimsmeistari á HM sem fram fór í Katar fyrir tæplega ári síðan.

Messi þekkir Gullboltann betur en flestir en hann hefur unnið hann árið 2009, 2010, 2011, 2012, 2015, 2019, 2021 og nú 2023.

Norski framherjinn Erling Braut Håland, leikmaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, var í öðru sæti og franski framherjinn Kylian Mbappé, leikmaður PSG, var í þriðja sæti.

Þá var Manchester City kosið félag ársins í karlaflokki.


Tengdar fréttir

Bon­mati besta knatt­spyrnu­kona heims

Hin 25 ára gamla Aitana Bonmatí er besta knattspyrnu heims árið 2023 að mati France Football, tímaritinu sem gefur Gullboltann (Ballon d‘Or) ár hvert. Þá var félagslið Bonmati, Barcelona, valið lið ársins.

Belling­ham valinn besti ungi leik­maður heims

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham fékk í kvöld Kopa-verðlaunin en þau fær besti leikmaður heims undir 21 árs aldri. Brasilíumaðurinn Vinicíus Jr. fékk verðlaun sem kennd eru við landa hans Socrates og Emi Martínez, 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×