Skilur ekki stjórnmálafólk sem horfi upp á ástandið í samfélaginu Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 12:27 Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að helsta niðurstaða þings SGS, sem lauk á föstudag, hafi verið að ganga til kjarasamninga með það að markmiði að semja í anda lífskjarasamningsins svokallaða. Þá segist hann ekki skilja stjórnmálafólk sem hafi lítinn áhuga á því ástandi sem ríkir í samfélaginu. Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan: Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan:
Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira