Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 07:59 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf. Getty Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar. Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar.
Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira