Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 07:59 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf. Getty Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar. Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar.
Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira