Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til sjö stig yfir hádaginn, en frost víða að fimm stigum í nótt.
„Á morgun hvessir nokkuð við suðuströndina með austankalda eða -strekkingi síðdegis og dálitlum skúrum, en annars mun hægara og yfirleitt bjartviðri.
Hvessir enn á miðvikudag, mest syðra og skúrir eða dálítil él á austaverðu landinu, en annars yfirleitt bjart. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Austan 5-13 m/s, en hægari norðanlands. Dáliltar skúrir við suðurströndina, en annars bjart að mestu. Hiti 0 til 6 stig yfir hádaginn, en allvíða næturfrost.
Á miðvikudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 við suðausturströndina. Lítilsháttar rigning eða slydda suðaustantil, él norðaustanlands, en að mestu léttskýjað fyrir vestan. Hiti nærri frostmarki.
Á fimmtudag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil. Dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 6 stig að deginum.
Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðaustlægar áttir og dálítil él, en bjartviðri vestanlands. Heldur kólnandi.