Ísraelar hafi farið yfir línuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 19:01 Jonas Gahr Støre fordæmir árásir Hamas en segir Ísraela hafa gengið of langt. EPA-EFE/Anders Wiklund Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann. Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann.
Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26
„Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41