„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 07:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Stöð 2 Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. „Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR. Besta deild karla KR Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
„Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR.
Besta deild karla KR Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira